Goðasteinn - 01.09.2007, Page 128
Goðasteinn 2007
svo stækkað um helming og þegar mest var um að vera unnu þar á milli 30 og 40
manns við framleiðslu- og þjónustustörf.
Á þessum tíma blómstraði ullariðnaður í landinu. Á hverju ári voru gerðir
umfangsmiklir viðskiptasamningar við Riissa um kaup á íslenskum ullarvörum í
skiptum fyrir olíuvörur, timbur og ýmsan annan varning. Þessi viðskipti stóðu
áratugum saman og voru mikil lyftistöng fyrir íslenskan iðnað. Ullarpeysur,
ullarteppi og ýmsar aðrar ullarvörur þóttu mikið afbragð í hinu kalda Rússlandi.
Það þótti því kjörið að hefja framleiðslu á slíkum vörum. Fyrst var framleiðslan
hafin í gömlu trésmiðjuhúsunum en fljótlega urðu þau of lítil. 450 m2 hús var þá
byggt við Hlíðarveg og seinna stækkað um 800 m2 og var þá orðin ein fullkomn-
asta og stærsta verksmiðja sinnar tegundar á landinu. Þarna unnu er flest var milli
40 og 50 manns. Gamla prjónastofan var svo tekin undir skinnaiðnað þar sem
meðal annars voru framleiddir mokkajakkar úr íslenskum sauðagærum og þóttu
góðir. Þar unnu milli 12 og 15 manns, aðallega húsmæður.
Ekki má gleyma flutningadeild kaupfélagsins er annaðist svo til allan þunga-
tlutning f Rangárþingi eystra, ásamt olíu- og fóðurflutningum um stóran hluta
héraðsins. Þar störfuðu oft um sex til átta bílstjórar.
Jafnframt þessu var verslunar- og skrifstofuhúsið stækkað verulega, en versl-
unin var hluti af grunnstarfsemi kaupfélagsins og störfuðu í kaupfélagshúsinu um
40 majins. Öllum má vera ljóst hversu gríðarlega mikill þáttur kaupfélagsins var í
atvinnu- og uppbyggingarmálum Hvolsvallar og reyndar héraðsins alls.
Vissulega lögðu fleiri hönd á plóginn. Byggingarfélagið Ás var stofnað á
þessum tíma og var umsvifamikið á byggingamarkaðnum, meðal annars við virkj-
anarframkvæmdir inni á hálendinu. Tveir framkvæmdamenn á Hvolsvelli stofn-
uðu Suðurverk sem sérhæfði sig aðallega í jarðvinnslu, fyrst í framræslu mýra og
síðar í vega- og hafnargerð. Suðurverk varð meðal annars stór verktaki við
virkjunarframkvæmdir hjá Landsvirkjun. Austurleið er upprunnin frá kaupfé-
laginu er þá annaðist fólksflutninga austur í Rangárþing en seldi sérleyfið Óskari
Sigurjónssyni á Hvolsvelli. Austurleið varð iljótlega umsvifamikið í fólksflutn-
ingum vítt og breitt um landið.
Þessar breytingar urðu á tiltölulega skömmum tíma, eða 10 til 15 árum. Á
þessum árum var Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri og á hans herðum hvíldi þessi
mikla uppbygging sem vart átti sér nokkra hliðstæðu á landinu.
Það gerðist líka annað sem má segja að sé tímanna tákn. Hinn svokallaði
opinberi geiri tók að vaxa hratt og örugglega. Við skulum aðeins svipast um á
þeim vígstöðvum um 1960.
Þá var læknirinn aðeins einn og annaðist jafnframt rekstur apóteks. Kennararnir
voru tveir, þ.e.a.s. skólastjóri og einn kennari með honum. Á sýsluskrifstofunni
voru tveir, sýslumaðurinn og sýsluskrifari. Sýslumaðurinn Björn Fr. Björnsson var
126