Goðasteinn - 01.09.2007, Page 138
Goðasteinn 2007
Fljótshlíðina. Úr þessum hillum tóku mjólkurbílstjórarnir pakkana, hver fyrir sinn
hrepp. Þetta vor hafði búðin verið stækkuð og var verið að innrétta vefnaðarvöru-
deild þegar ég byrjaði að vinna og varð sú deild minn aðalvinnustaður. Um
hvítasunnuhelgina tók til hendinni Guðmundur Stefánsson, faðir Sveins kaup-
félagsstjóra, og kom hann fyrir langborði eftir öllu gólfinu, setti góðar hillur á
veggi og skúffur í borðið. Þessi hluti búðarinnar var stundum nefndur „neðri
deild“ en austur í var pöntunar- og pökkunardeildin.
Þegar Guðmundur hafði lokið verki sínu klappaði hann á öxl mína og sagði:
„Margrét, hér er ekki búandi þar sem hvorki er hægt að skíta eða þvo sér.“ Af
þessu hafði ég á þessari stundu ekki áhyggjur því hér ætlaði ég ekki að vera lengi.
Fyrstu dagarnir mínir í búðinni fóru í að læra það helsta í verslunarstörfum og
eitt og annað fór í handaskolum, t.d. þegar ég vigtaði eitt kíló af kaffibæti sem
ekki var óvanalegt að beðið væri um með kaffibaununum. Þetta voru að sjálf-
sögðu 4 stk. en ég athugaði það ekki. Þegar ég var búin að ganga frá pöntuninni
tók einn viðskiptamaðurinn mig tali og hvislaði að mér: „Ég sá þú varst að vigta
exportið en þú þarft þess ekki ef þú lest utan á pakkann.“ Þessi ljúfi maður var
skipstjóri úr Reykjavík, Guðmundur Oddsson, hann var í heimsókn hjá konu sinni
en hún bjó ásamt annarri konu og börnum þeirra í barnaskólahúsinu en algengt var
á stríðsárunum að fólk færi með börnin sín upp í sveit.
Ekki vissi ég hvað stéttaskipting var mikil meðal starfsfólksins. Eitt sinn
vantaði mig hrísgrjón sem voru yfirleitt í skúffu í borðinu en hún var tóm svo ég
bað þann sem var í pöntunardeildinni að sækja hrísgrjón út í pakkhús. Hann
sagðist ekki vera pakkhúsmaður. Mér rann í skap og ég hreytti einhverju í karlinn
en fór sjálf og sótti grjónapoka sem var 25 kg að þyngd og baksaði með hann í
fanginu, réði varla við hann en inn komst ég og var dökki kjóllinn minn ansi grár
að framan og vakti hlátur þeirra sem í búðinni voru.
A árunum eftir 1942 var farið að rætast úr með fjárhag heimilanna og var
vöruval þá mikið í Kaupfélaginu, efni í kjóla, karlmannaföt, sængurfatnað og
fleira en á þeim árum saunruðu húsmæður allan fatnað heima. Það var vissulega
gaman að fá að afgreiða fólkið, sem fagnaði því að geta keypt sér og börnum
sínum efni í flík, skó eða gúmmístígvél. Fyrir kom að bændur báðu mig að velja
fyrir sig efni í kjól eða sængurveraefni og konur komu með böggul undir hönd eða
lítinn trékassa. I bögglunum voru smjörskökur og egg í litlu trékössunum, voru
eggin pökkuð inn í dagblaðssnepla og hey á milli svo þau brotnuðu ekki. Fyrir
þessar vörur keyptu þær sér eitthvað sem þær vanhagaði um, þetta innlegg var
þeirra séreign.
A þessum tíma voru í Djúpadal eins og víðar braggar þar sem hermenn höfðu
bækistöðvar sínar. Þeir komu gjarnan að versla eitthvað smávegis og þeir buðu
136