Goðasteinn - 01.09.2007, Side 147
Goðasteinn 2007
holt varð til þar sem reist var kirkja, skammt frá laug. Má þá láta sér detta í hug að
laugin hafi verið samkomustaður, eins og margar laugar á Islandi, og einhver
viljað nota hana til að draga fólk að kirkjunni. Veldi Reykholts byggðist ekki síst
á miklum ítökum, hlunnindum og jarðeignum annars staðar. Veldið jókst smám
saman sem birtist í því að tíund af æ fleiri bæjum var lögð undir Reykholt. Þannig
var hlaðið undir staðinn. Við leggjum áherslu á að skoða rekstur staðarins, t.d.
tekjur af býlum sem lágu undir staðnum og nýtingu hlunninda og töluverð áhersla
hefur verið lögð á að kanna seljabúskap.
Almennt má segja að athygli okkar beinist að því hvernig landið var nýtt og þar
undir kemur þessi þáttur um mannvistarlandslag. Kannað er hvað frjógreining,
bjöllur (þ.e.a.s. skordýr), plöntuleifar, jarðvegssýni og leifar rykmýs geta sagt
okkur um gróðurfar, landnýtingu og loftslag. Þetta er tengt gerð sérstakra
gróðurfarskorta. Allt er þetta svo tengt rannsóknum á rekstri staðarins. í því sam-
bandi hafa verið skoðaðar heimildir frá 17. öld og síðar og tengdar miðaldaheim-
ildum um búfjárfjölda, landskuld og leigur. Vitneskja um þetta er svo tengd því
sem fram er komið í rannsóknum um kirkjumiðstöð, valdamiðstöð og miðstöð
bókmenningar.
Ófáar ritgerðir, skýrslur og greinar hafa orðið til í þessu starfi öllu. Ut eru líka
komnar tvær bækur sem eru afrakstur þessa starfs. Önnur nefnist Church Centres
og fjallar um Reykholt sem kirkjumiðstöð og hliðstæður hennar, innan lands og
utan. Hin nefnist Reykholt som makt- og lœrdomssenter og er afrakstur tveggja
málþinga í Reykholti. Von er á fleiri ritum af þessu tagi. Stefnt er að því að safna
öllum helstu niðurstöðum saman í einu riti.
Hugsanleg Oddaverkefni
Gagnlegt gæti verið að safna saman helstu rannsóknum sem tengjast Odda og
reyna að draga upp einhverja heildarmynd á bók. En margt mikilvægt hefur aldrei
verið kannað, eins og t.d. hvað jörðin í Odda kunni að geyma af upplýsingum um
búsetu og búnað. Um það vitum við ekki og þarft væri að fram færi forkönnun.
Verði frekari uppgröftur ákveðinn í framhaldinu væri kjörið að efna til þver-
faglegrar rannsóknar og mætti þá taka mið af Reykholtsverkefninu. Yrðu þá
mannvist og gróðurfar tengd saman og jafnframt gerð úttekt á Odda sem bújörð.
Nátengd yrði svo könnun á rekstri staðarins sem yrði svo aftur tengd Odda sem
kirkjulegri miðstöð, pólitískri og menningarlegri. Æskilegt væri að beina einkum
sjónum að blómatíma Oddaverja á bilinu frá um 1190 til um 1225 eða svo.
Reykholtsverkefnið væri kjörið samanburðarefni og hliðsjón mætti hafa af rann-
sóknum víðar, svo sem í Vatnsfirði við Djúp. Rannsóknir þar eru hluti af
svonefndu Vestfjarðaverkefni. Þar fyrir utan gæti Oddafélagið beitt sér sem fyrr
145