Goðasteinn - 01.09.2007, Page 151
Goðasteinn 2007
Odcli um 1885
sem á staðnum var en
þann sess skipuðu örfá
brauð á landinu sem
gáfu af sér hæstar tekj-
urnar staðarprestinum til
handa. Oddaprestar voru
hátt settir menn, bjuggu
við betri efni en fátækir
útkjálkaprestar, létu fara
nokkuð fyrir sér í sam-
félaginu og urðu sumir biskupar. Prestsheimilið þróaðist í anda lútherskrar hefðar
sem menningarmiðstöð prestakallsins, griðastaður aðkomufólks, samastaður og
heimili safnaðarins, öðrum fjölskyldum og heimilum fyrirmynd í kirkjulegum
menningarefnum, guðrækni og góðum siðum. Kirkjuhúsið var að sjálfsögðu áfram
helgidómur safnaðarins, vettvangur samfunda Guðs og manns í gleði og sorg.
Grafreiturinn umhverfis kirkjuna, jurtagarður Herrans, skóp og skapar staðnum
sömuleiðis helgi og sérstöðu sem, þegar komið er inn fyrir sáluhliðið, vekur
manninn til umhugsunar um eigin hverfulleik.
/
Imynd Oddastaðar
fmynd Oddastaðar tel ég vera mjög tengda sögufrægð Sæmundar fróða. I
þjóðsögum okkar íslendinga hefur nafn hans varðveist og lifað og sögurnar af
honum sagðar, lesnar og kenndar enn þann dag í dag. Hinn ráðsnjalli guðsmaður í
Odda vekur jafnan kæti þegar af honurn segir í viðureigninni við kölska. An
Sæmundar má ætla að Oddi væri stórum fátækari og ímynd hans óljósari.
Ætt Sæmundar fróða, Oddaverjarnir, sveipa Oddann einnig nokkrum ævintýra-
ljóma. Þegar skyggnst er á spjöld sögunnar verður ekki hjá því komist að greina
hinn glæsilega höfðingja þjóðveldistímans, Jón Loftsson, og þátt hans í að skapa
Oddastað nafn, virðingu og vegsemd í vitund þjóðarinnar.
Sem kirkjustaður og prestssetur í hartnær þúsund ár skipar Oddi einnig veg-
legan sess í huga almennings. Til staðarins er litið sem hefðarseturs í sögu og
samtíð.
149