Goðasteinn - 01.09.2007, Page 152
Goðasteinn 2007
Eldri hugmyndir um uppbyggingu
Séra Matthías Jochumsson sat Oddastað 1881-1887 á miklum harðindaárum
hér á landi. Aldamótaárið 1900 kom hann í heimsókn að Odda, gekk á Gamma-
brekku og orti ári síðar ljóð sitt „Á Gammabrekku“. Þar kveður skáldið meðal
annars eftirfarandi hendingar, sem lýsa vel þeim hug, að viðreisn Odda sé brýnt
málefni, sem bíði komandi kynslóða:
Lát hljóm þinn heyra, gígja,
til heiðurs Oddastað.
og:
Og samt þú svafst oflengi,
ó, sögustórafold!
Eg vil, en vantar strengi
að vekja þig úr mold.
En bráðum finnur Eróði
sinnforna, kæra hól,
og ber þér eld í óði
og ennþá hlýrri sól.
Um miðjan seinni hluta 20. aldar setti einn kunnasti stjórnmálamaður
Sunnlendinga á öldinni, Ingólfur Jónsson á Hellu, fram á Alþingi nokkuð róttæka
hugmynd um uppbyggingu á Oddastað. Ingólfur var þá kominn að lokum stjórn-
málaferils síns en hann sat áratugum saman á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
gegndi ráðherraembættum. Ingólfi tókst að koma fram breytingum á lögum um
búnaðarfræðslu á þann veg að með lögum sem Alþingi setti 1978, skyldi
starfrækja Bændaskóla í Odda til viðbótar við hina skólana tvo sem fyrir voru á
Hólum og Hvanneyri. Þessi hugmynd er á margan hátt athyglisverð og bendir til
þess að Ingólfi hafi þótt komið mál til annars konar uppbyggingar í Rangárþingi
en virkjanaframkvæmda á hálendi þess. Hins vegar má einnig segja að í ljósi þess
að hinir bændaskólarnir tóku báðir til starfa á 9. áratug 19. aldar; Hólar 1882 og
Hvanneyri 1889, hafi áform Ingólfs verið 100 árum of seint á ferðinni! Laga-
ákvæðinu um Bændaskólann í Odda var ekki framfylgt og fé aldrei tryggt til upp-
byggingar þeirrar stofnunar.
150