Goðasteinn - 01.09.2007, Page 156
Goðasteinn 2007
sameinast um Odda sem eins konar meginkirkjustað Rangæinga enda liggur hann
miðsvæðis í héraðinu og er í hæfilegri fjarlægð frá báðum stóru þéttbýliskjörn-
unum, 10 km frá Hellu og 13 km frá Hvolsvelli.
Sjálfsmynd Rangæinga
Af löngum kynnum við Rangæinga, ásamt talsverðum skyldleika við þá, get ég
fullyrt að þeir eru upp til hópa fremur lítillátt fólk sem ekki heldur sínu fram af
frekju eða yfirgangi. Þeir eru stoltir af sögu sinni og telja það sér og byggð sinni
til tekna að þar hafi gerst margir þeirra atburða sem greint er frá í Brennu-Njáls
sögu, því mikla stórvirki Islendingasagnanna. Staðfræðilegt sannleiksgildi Njálu
draga Rangæingar ekki í efa, a.m.k. ekki þeir sem komnir eru til vits og ára!
Merkir sögustaðir í héraðinu skipa heiðurssess í hugum þeirra þótt margir þyldu
þeir meiri sóma í verki en þeim er nú sýndur.
Rangæingar eru jafnframt stoltir af stórbrotinni náttúru héraðsins og ekki síður
af þeirri sögu sem tengist sambúð þeirra við óblíð öfl hennar, Hekluelda, jarðvegs-
eyðingu, ágang straumvatna og fleira.
Saga og náttúra Rangárþings er þannig samofin sjálfsmynd Rangæinga.
Rangárþing nútímans
Á umliðnum þremur áratugum hefur hver vatnsaflsvirkjunin eftir aðra verið
reist á vatnasvæði Þjórsár og Tungnár. Búrfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultar-
tangi og Vatnsfell eru mörgum Rangæingum kunnuglegir vinnustaðir og þangað
hafa þeir sótt uppgripavinnu meðan virkjanaævintýrið stóð sem hæst. En hvað
gerðist svo þegar byggingaframkvæmdum lauk og hverflar þessara virkjana tóku
að snúast? Orkan sem þær framleiða er flutt í burtu og skapar vel launuð störf í
Hafnarfirði og Hvalfirði. Eftir sitja Rangæingar á sínu láglaunasvæði þar sem
meðallaunin eru 26% undir landsmeðaltali og aðeins 4% íbúanna hafa lokið há-
skólaprófi.
Héraðinu er brýn þörf á mannfjölgun en mannfjöldi má heita að hafi staðið þar
í stað árum saman. Rangæingar töldust vera 3304 fyrir 12 árum, þann 1. des.
1993, og 9 árum síðar, hinn 1. des. 2002, hafði þeim fækkað lítillega og voru
3237. Um leið þarfnast héraðið átaks og sóknar í mennta- og atvinnumálum sem
vonandi gæti leitt til þess að þekkingarfyrirtæki sæju sér í auknum mæli hag í að
hasla sér völl í Rangárvallasýslu.
Ekki þarf að efast um jákvæð áhrif slíkrar þróunar og nægir að líta til Borgar-
154