Goðasteinn - 01.09.2007, Page 157
Goðasteinn 2007
fjarðarhéraðs í þeim efnum, þar sem ávaxta ræktunarstarfsins á þekkingarakrinum
sér glöggt stað á háskólasetrunum Hvanneyri og Bifröst og í kring um athyglis-
verða starfsemi Snon'astofu í Reykholti.
Vaxtarbroddur þekkingarstarfsemi í Rangárþingi hefur um langt skeið verið í
Gunnarsholti. Um þann póst þarf að standa dyggan vörð, svo áhrif hans nái að
síast út í samfélag sitt í auknum mæli, og umskapa viðhorf og hugsun til fram-
tíðar. Menningarstarfsemin í Skógum með Þórð Tómasson í fararbroddi hefur
vakið verðskuldaða þjóðarathygli og sá þekkingarbrunnur og sú aðstaða sem þar
er fyrir hendi felur í sér mikilvægt tækifæri til framtíðar horft. Skógasafn er skýrt
dæmi um vel heppnaða, menningartengda ferðaþjónustu en sú grein hefur vaxið
mjög og dafnað á Rangárgrund á umliðnum áratug og má ekki gleyma Sögu-
setrinu á Hvolsvelli í því samhengi.
Kirkja og fræðasetur
Markmið Oddafélagsins, að endurreisa fræðasetur í Odda á Rangárvöllum,
hygg ég að falli vel að þeim veruleika sem Rangæingar búa við. Saga og náttúra
héraðsins hefur verið félaginu hugleikið viðfangsefni og fróðleikur þar um öllum
nýtur og nauðsynlegur.
Vísindi og trú hafa stundum verið talin ósamrýmanleg fyrirbæri í veröldinni.
Þó hafa menntir og þekkingarleit löngum dafnað vel undir handarjaðri kirkjunnar
og nærtækt dæmi þar um er Oddaskóli á Rangárvöllum um daga Sæmundar fróða.
Ég sé fyrir mér að Rangæingar, í allri sinni hæversku en lausir undan fjötrum
niðurnjörvaðrar smáhreppahugsunar sem allt of lengi hefur drepið framfarir í
dróma, taki á endanum höndum saman, þvert á mörk sókna og prestakalla, og reisi
veglegan helgidóm, Guði til dýrðar, í Odda, þar sem þeir finna í senn til uppruna
síns og sjá jafnframt sólina rísa yfir fjallsbrúnum framtíðarinnar, skynji getu sína
og möguleika til góðra verka og framkvæmda á heimaslóð. Ég sé einnig fyrir mér
að samhliða kirkjunni rísi menningarstofnun er byggi að sínu leyti á hugmyndum
Oddafélagsins frá upphafi um eflingu fræðslu um sögu, náttúru og þjóðlífsfræði í
Rangárþingi, sem sumir hafa viljað kalla þjóðskóla. Sæmundarstofa gæti hún
heitið og stæði djúpum rótum í fornri menningarsögu héraðs og staðar en vísaði
um leið á veginn fram um sókn til mennta, menningar og manndóms, til eflingar
þekkingu og drifkrafti í Rangárþingi, lóð á vogarskálar enn betra mannlífs og
lífskjara í hinu söguríka og fagra Rangárþingi.
Ég sé fyrir mér trúna og vísindin fallast í faðma undir þökum þessa húss og
hugsa í þeirri andrá til hins vísa Sæmundar fróða sem barðist með krafti orðsins
gegn hinu myrka afli sem um hann sat, vildi eiga hann allan með húð og hári, sem
155