Goðasteinn - 01.09.2007, Page 163
Goðasteinn 2007
í skýrslu starfshóps utanríkisráðuneytisins er fjölbreytileg umfjöllun um sigl-
ingar á norðurslóðum og tækifæri íslands4. Þar er góður efniviður ti! að nýta við
frekari athugun í þessum efnum. Hér ber einnig að nefna tvær íslenskar nemenda-
ritgerðir þar sem gerð er grein fyrir hagkvæmnisathugunum á siglingaleiðum á
norðurslóðum. Fjallar önnur um leiðir um Norður-íshaf en hin um siglingaleiðina
til Churchill við Hudsonflóa í Kanada5,6.
Auk siglinga um Norður-íshaf þvert, milli heimshafanna Norður-Atlantshafs
og Kyrrahafs, hafa nú þegar aukist mjög umsvif í Norður-íshafi og hafssvæðum
næst því. Það er því ekki til setunnar boðið. Islendingar verða að láta kné fylgja
kviði og einsetja sér að halda áfram þátttöku sinni í þróun norðurslóða. Byrjunin
lofar góðu.
Tilvísanir
1. The Arctic Sea Route. A seminar held in Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar, Reykjavík,
Iceland, October 8, 1987. The Association of Municipalities in the Capital Area, Iceland.
Published by the Planning Office of the Capital Area. Leifutr h/f.
2. Northern Sea Route; Future & Perspective. The Proceedings of INSROP Symposium,
Tokyo '95 (1.-6. October 1995). Ship & Ocean Foundation, 1996.
3. ACIA, Impacts of a Warming Arctic: Arctic Climate Impact Assessment. Cambridge
University Press, 2004.
4. Fyrir stafni haf. Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum. Skýrsla starfshóps
utanríkisráðuneytisins. Formaður starfshóps: Gunnar Pálssson sendiherra. Umsjón með
útgáfu: Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofan, ehf. Utanríkisráðuneytið, 1. febrúar 2005.
5. Hörður Gunnarsson: Ishafsleiðin. Ný siglingaleið milli N-Atlantshafs og N-Kyrrahafs. B.S.
- ritgerð, Viðskiptaháskólinn Bifröst, 2005.
6. Örvar K. Jónsson: Transporting Grain from Canada through Iceland. A Feasibility Study.
Masters Thesis in Industrial Engineering, Faculty of Enginering, University of Iceland,
October 2005.
Frekari upplýsingar um hafís og siglingar á norðurslóðum:
Arctic Marine Transport Workshop, 28.-30. September 2004. Editors: Dr. Lawson Brigham, U.S.
Arctic Research Commission, and Ben Ellis, Institue of the North. Held at Scott Polar
Research Institute, Cambridge University, U.K. Printed in Anchorage, Alaska by Northern
Printing.
ACIA, 2005. Arctic Climate Impact Assessment. Cambridge University Press, 1042p.
Greinin er ágrip erindis er var haldið á málþingi á Akureyri 14. júní 2006. Erindið var að mestu
leyti samhljóða erindi Þórs á Oddastefnu árið 2005 en eins og gefur að skilja er nýjum tíðindum
bætt við. Þess má geta að málþingið á Akureyri kallaðist „ísland í þjóðleið. Siglingar á
norðurslóðum og tækifæri íslands“ og var haldið á vegum Háskólans á Akureyri. Ritstjórar
samhljóða rits með ágripum málþingsins voru Þ.J. og Björk Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjórar hjá
Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, en fundarstjóri var Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar
Akureyrar og núverandi bæjarstjóri.
161