Goðasteinn - 01.09.2007, Page 165
Goðasteinn 2007
sögur um fornaldarleifar sem dr. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar og Árna-
stofnun gaf út árið 1983.
Séra Steingrímur Jónsson (1765-1845) gerði grein fyrir minjum í Oddasókn.
Steingrfmur átti síðar, þegar hann var orðinn biskup, eftir að sjá um útflutning
forngripa frá íslandi til safnsins í Kaupmannahöfn. Hluti gripanna var gefinn aftur
til landsins og afhentur Þjóðminjasafni íslands í tengslum við Alþingishátíðina
árið 1930.
Svar sr. Steingríms, sem var dagsett 2. júní 1818, var langt og ítarlegt. Hann
sagði frá ýmsum fornleifum í Oddasókn og fornum gripum í Oddakirkju en af
skrifum hans má ráða að hann taldi að fátt væri um merkar fornleifar í Odda. Mat
á minjagildi var reyndar annað á 19. öld en nú. Þá var það helst álitið merkilegt
sem talið var frá upphafi íslandsbyggðar svo sem haugfé, meint hof eða fornir
mannabústaðir sem taldir voru tengdir íslendingasögunum. Samkvæmt núgildandi
þjóðminjalögum nr. 107/2001 teljast allar minjar 100 ára og eldri til fornleifa,
þannig að þær byggingar sem voru uppistandandi í Odda á dögum sr. Steingríms
teljast nú til fornleifa. Þær minjar sem Steingrímur taldi ástæðu til að nefna voru
svokallaðir Hellirsdalir syðst í túninu, mjóar og djúpar lautir eftir fallna hella.
Hann nefndi að þarna hefði fjósið verið en sagt er frá hruni fjóshellis í Odda í
Þorláks sögu biskups.1 Þá nefndi hann Gammabrekku og að til væri sögn um að
Sæmundur fróði hefði sett skip þar í hólinn. Sr. Steingrímur nefndi að síðar hefði
verið grafið í hólinn og náðst hringur af skipsstafninum sem síðar hefði verið
settur í kirkjuhurðina í Odda og lýst er m.a. í vísitasíu frá 1781.2 Þá hefði
Sæmundur fróði haft fjárborgir í Oddhól. Séra Steingrímur nefndi einnig nokkur
örnefni svo sem Svínhaga þar sem Sæmundur á að hafa haft gyltur sínar og
Galtarholt þar sem geltirnir voru. Um kirkjuna nefnir hann sögn um að fyrsta
kirkjan hefði verið flutt í Odda frá Jólgeirsstöðum og að samkvæmt sögninni hefði
Jólgeir sagt fyrir um að Jólgeirsstaðir myndu blása upp af sandi og ætti þá kirkjan
að flytjast austur og látin niður þar sem kornið væri þegar sól rynni til viðar og var
það vestur undan bæjardyrum í Odda.3
Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar neinar skipulagðar vettvangsrannsóknir á
fornleifum í landi Odda, hafa heimildir um staðinn verið teknar saman á síðari
tímum og er þar að finna ýmsan fróðleik urn minjar sem ætla má að leynist í jörðu
í landi Odda. Þar ber fyrsta að nefna ítarlega og góða bók Vigfúsar Guð-
mundssonar, Saga Oddastaðar og samantekt heimilda, svokallaða svæðisskrán-
ingu sem unnin var á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Fornleifastofnunar íslands
rétt fyrir síðustu aldamót.4 Vigfús rekur sögu og þróun bæja og kirkna í Odda og
styðst þar m.a. við máldaga og visitasíur og væri áhugaverkt verkefni í framtíðinni
að bera nokkuð nákvæma lýsingu hans á bæjum og kirkjum saman við árangur af
fornleifarannsóknum á staðnum.
163