Goðasteinn - 01.09.2007, Page 166
Goðasteinn 2007
Ekkert er vitað um skipan húsa í Odda, hvorki stærð þeirra né tölu fyrr en undir
lok 17. aldar. í vísitasíu frá 1697 eru þar tilgreind 34 hús og húspartar með
útihúsum, í góðu standi og mörg nýbyggð. Á næstu öldum voru bær og kirkja
endurbætt og endurbyggð að hluta alloft en árið 1838 gerði Ásmundur Jónsson
prófastur umfangsmiklar breytingar á staðnum og reif bæinn og kirkju nokkrum
árum síðar. Hann lét einnig byggja nýjan bæ þar sem allir stafnar sneru fram í
hlaðið og kirkju sem aðeins stóð í 39 ár. Séra Matthías Jochumsson lét rífa þá
kirkju og byggja aðra sem stóð þar til núverandi kirkja var byggð samkvæmt
teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara og vígð árið 19247 Áður en niður-
rif bæjarhúsanna hófst árið 1838 var Tómas Sæmundsson fenginn til að lýsa eldri
bænum og kirkju. Meðal þeirra húsa sem sr. Ásmundur lét rífa var skáli frá 16. öld
og annar eldri sem nefndur var fornmannaskáli og talinn er af Vigfúsi Guð-
mundssyni vera að uppruna frá tímum Oddaverja/’
í Þorlákssögu yngri segir að Sæmundur hafi látið reisa kirkju í Odda og helgað
hana heilögum Nikulási.7 Fyrstu kirkjunni á staðnum er lýst í vísitasíu frá 1641.
Þar er lýst trékirkju, líklega stafkirkju, stórri með fjalagólfi í kór og steingólfi í
öðrum hlutumý Á 18. öld fékk sr. Gísli Snorrason leyfi Finns biskups til að setja
torf utan um kirkjuna til hlífðar og skjóls í veðrum en það var aldrei gert.9 Heim-
ildaskráning Orra Vésteinssonar og Sædísar Gunnarsdóttur hefur leitt í ljós 31
fornleif á jörðinni, svo sem hús, hella, götur, túngarð, kálgarð, torfhól, traðir,
leiðir, landamerki og huldufólksbústað. Þau gera grein fyrir minjum sem nefndar
eru í heimildum, í örnefnaskrám og sjást á túnakortum. Þær minjar sem sjást á
yfirborði eru oftast yngsta byggingarstigið, þannig að gera má ráð fyrir að margar
þeirra minja sem sjást nú séu frá 19. öld.
í Odda hafa engar fornleifar verið friðlýstar enn sem komið er. Allar minjar á
staðnum, 100 ára og eldri, eru friðaðar skv. þjóðminjalögum nr. 107/2001 og á
það einnig við um fornleifar sem ekki eru sýnilegar á yfirborði. Til þess að hægt
verði að meta minjar í Odda er nauðsynlegt að þar fari fram vettvangsskráning
fornleifa. Fornleifaskráning er forsenda allrar ákvarðanatöku varðandi minjar,
hvort sem um er að ræða beina varðveislu þeirra á vettvangi, nýtingu í tengslum
við ferðaþjónustu eða uppgröft. Nú eru bæir sr. Steingríms og sr. Ásgríms rústir
einar og huldir jarðvegi og yngri hús reist ofan á þá. Gera má ráð fyrir að enn eldri
byggingarleifar leynist þar í bæjarhólnum þrátt fyrir mikið rask í aldanna rás enda
er Oddi ein landnámsjarðanna í Rangárþingi.
164