Goðasteinn - 01.09.2007, Page 170
Goðasteinn 2007
selur“ (það sagði Vignir). (Hjörtur, Jóhann og Svavar voru vaknaðir.) Við vissum
ekkert hvaðan á okkur stóð veðrið. Allt í einu sagði Svavar: „Nei, strákar, Hekla
er farin að gjósa.“ Mér sýndist reyndar vera stórt, svart ský uppi á loftinu en samt
trúði ég því ekki. Jóhann stökk út í glugga og sagði: „Það er alveg satt.“
Þegar Svavar kallaði upp var ég eitthvað farinn að velta þvífyrir mér hvað
þetta svarta þykkni gœti eiginlega verið en ekki var ég farinn að leiða
hugann að eldgosi.
Við hópuðumst út í glugga. Kolsvartan mökk lagði upp á loftið. Bak við hann
gaus upp hvítur mökkur. Það var tignarlegt að sjá þykknið breiða sig yfir allt,
leggja undir sig hæstu fjöll svo ekkert sást nema það sjálft.
Það var óskemmtileg vekjarklukka, jarðskjálftinn. Ég ligg oft milli svefns og
vöku á morgnana. Það var einmitt þannig ástand sem ég var að komast í þegar
rúmið hristist og skalf undir mér. Frímann kom inn. Seinna fengum við leyfi til að
fara á fætur. Gunnar ætlaði ekki að trúa okkur þegar við sögðum: „Gunnar,
Gunnar, Hekla er farin að gjósa.“ Gunnar neitaði svo skrítilega að við hlógum að
honum.
Niðri í skólastofu fór Frímann að athuga eldstöðvarnar kringum Heklu. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að líklega væri gosið í Krakatindi. Það þóttumst við
vissir um að gosið væri ekki í Heklu sjálfri. í hádegisútvarpinu heyrðum við að
það væri í Heklu. Ekkert urðum við hræddir við það.
Krakkarnir fóru nú að smátínast heim, við Olgeir vorum einir eftir.
Seinnipartinn gerðum við lítið annað en að hlusta á hamfarir náttúrunnar og taka í
spil. Við grófum smá holu í kolsvartan snjóinn, morguninn eftir sást ofurlítið duft
í henni.
30. mars, pálmasunnudagur. Við Olli fórum með Boga í Kirkjubæ upp að
Geldingalæk.
Bogi átti jeppa, einn fárra Rangvellinga. Bréfhirðing var á Strönd og flutti
Bogi póstinn þaðan og upp að Geldingalœk. Þar var endastöð pósts á bæina
upp með Ytri-Rangá og uppi í Krók eins og byggðin í nánd við Heklu var oft
kölluð.
Þegar heim var komið fór ég með Böggu og Bjarna upp í Tjarnarnes. Ogurlegar
sprengingar voru á meðan, mamma sagði að allt hefði nötrað og skolfið.
Tjarnarnes er graslendi við Ytri- Rangá, eigi alllangt framan við Svínhaga.
168