Goðasteinn - 01.09.2007, Page 179
Goðasteinn 2007
í fyrstu var útlit mjög slæmt. Þá var talið að ekki yrði búandi á þeim jörðum,
þar sem vikurlagið væri 5 cm þykkt eða meira og það væru 11 jarðir á svæðinu,
þar af tvær á Rangárvölhim, sex í Fljótshlíð og þrjár undir Eyjafjöllum. (Sbr.
bókina Hekluelda e. Sigurð Þórarinsson) Þá komu tveir menn frá Búnaðarfélagi
Islands til að kynna sér og leggja mat á ástandið á öskusvæðinu, eins og það var
kallað. Þeir sögðu að þeir gætu ekki séð að það yrði hægt að slá nokkuð næsta
sumar í túninu í Syðstu-Mörk og þannig hefði það vafalaust orðið ef vikurinn
hefði ekki fokið. En til þess að hann fyki þurfti hann að þorna fyrst.
Dagana fyrir 15 apríl gerði hvassviðri, þá fauk vikurinn e kki að neinu gagni
hér undir Eyjafjöllum og sumstaðar ekkert. Það hefir sjálfsagt verið vegna þess að
hann hefir verið blautur.
En þegar ég kom aftur heim um miðjan maí eða mánuði seinna þá var meiri
hlutinn af þessu horfinn, þá var jörðin ekki lengur svört. Hún var farin að grænka,
sérstaklega túnin.
Dagana 17. til 22. apríl voru ríkjandi austan- og norðaustan áttir. Þá hefir vikur-
inn þornað og síðan fauk hann í austanhvassviðri. Þá fór þyngri hluti vikursins í
skafla þar sem skjól var á líkan hátt og snjór eftir hvassan frostbyl, þó sat eftir í
grasrótinni nokkuð af vikri. En léttari og grófari hluti hans stöðvaðist ekki fyrr en
hann kom í vatn og það hefir líklega verið um % hlutar þess sem hér hafði fallið.
Hér hagar þannig til að lækir eru með fremur litlu millibili sem renna allir í
Markarfljót, grófari og léttari hluti vikursins hefir því borist fljótt til sjávar. Svona
kom þetta út hér á Merkurbæjum.
í Morgunblaðinu 21. apríl 1947 segir: „Miklar skemmdir og bilanir hafa orðið
á símakerfi landsins í ofviðri því sem geysað hefur að undanförnu. Er nú síma-
sambandslaust við Vestfirði og truflanir vegna samsláttar á línum til Vestmanna-
eyja.“ Það er þetta veður sem fyrst og fremst bjargaði búskapnum undir Eyja-
fjöllum frá því hruni sem við blasti. Það var mikil heppni að þetta hvassa þurra
austanveður skyldi koma áður en gras fór að spretta um vorið, annars hefði vikur-
inn sennilega ekki fokið, nema að nokkru leyti.
Líklegt er að vikurmagnið frá fyrri Heklugosum sé stórlega vanmetið þegar það
er reiknað út frá því sem geymst hefur í jarðlögum ef vikurinn úr þeim hefur verið
jafn léttur og hann var úr gosinu 1947. Svona léttur vikur hefur ekki verið
einsdæmi hér á þessu svæði því ég man eftir að fyrir gosið 1947 fundust Ijósgráir
vikurmolar meðfram Markarfljóti sem rekið hafði upp úr því. Þeir voru sumir á
stærð við stórar kartöflur og jafnvel stærri en það, þeir voru ekki mikið þyngri í
sér en korkur. Nú veit ég að vísu ekki úr hvaða eldstöð þeir voru komnir.
Sunnan við Markarfljót var vikurlagið þykkast á Steinsholti og innanverðu
Merkurnesi, líklega 8 til 9 cm, en fór minnkandi eftir því sem innar kom á afrétt-
ina og líka í áttina fram til byggða, frammi í byggðinni var það mest í Merkur-
177