Goðasteinn - 01.09.2007, Page 181
Goðasteinn 2007
hreppi. Þá voru heimilisdráttarvélar ekki komnar nema á örfáa bæi hér og bílar
ekki heldur, því var nauðsynlegt að hafa einn eða tvo hesta heima. Nokkrir bænd-
ur fóru með sín hross annað en í Landeyjarnar.
Þau hross sem brúka þurfti við heyskap og önnur heimilis- og bústörf voru sótt
þegar nægir hagar voru komnir og þeirra var þörf heima.
Sumarið var mjög rigningasamt og þurrkar litlir. Líklega hefir grasspretta orðið
meiri vegna rigninganna, samt varð að taka féð úr högunum ofan girðingarinnar
um miðjan september vegna þess að þá var þar allt uppbitið, þó voru lömbin með
vænna móti. Ástæðan fyrir því að haginn fyrir ofan entist ekki út beitartímann
hefur m.a. verið sú að vikurskaflar voru víða í lægðum svo þykkir að ekkert gras
kom upp úr þeim og annars staðar gisinn gróður vegna vikursins en þannig hagaði
til í fjalllendinu hér að mesta grasið var í lautum og lægðum áður en vikurinn
kom.
Ekki er mér kunnugt um að sauðfé úr Vestur-Eyjafjallahreppi hafi verið komið
í hagagöngu í aðrar sveitir sumarið 1947 enda mátti ekki flytja sauðfé yfir Mark-
arfljót vegna garnaveikinnar sem var í Fljótshlíðinni og ekki yfir Jökulsá á Sól-
heimasandi vegna mæðiveikinnar sem var í Mýrdalnum.
Eg held að ekki hafi verið farið með nautgripi heldur, að öðru leyti en því að
kýrnar frá öllum þremur bæjunum í Stóru-Mörk voru hafðar eins og í seli á Tjörn-
um allt sumarið frá því að þær voru látnar út um vorið þar til þær voru teknar á
gjöf um haustið. Þó þurfti ekki að vinna úr mjólkinni eins og gert var í seljunum,
af því að hún var send í mjólkurbúið og farið með hana út í Landeyjar í veg fyrir
mjólkurbílinn.
Á túninu hér í Syðstu-Mörk voru miklir skaflar af vikri eftir veðrið, smærri
skaflarnir voru hreinsaðir upp og ekið burt og einum stórum skafli sem var í lægð-
inni norðaustan við bæinn.
Á tveimur stöðum var ýtt með jarðýtu yfir stóra vikurskafla sem voru við
hæðir sem heppilegt þótti að jafna út f leiðinni. En austast í túninu var mikil hæð
sem endaði með brattri brekku sem var nokkrir metrar á hæð. Þar var því ágætt
skjól og þar var langstærsti vikurskaflinn. Þó að þar væri nóg efni til að ýta yfir
hann, var það ekki gert vegna þess að það voru talin náttúruspjöll og kæmi því
ekki til greina. Eg dreifði honum svo yfir túnið fyrir neðan með dráttarvél og
stórri flaggrind sem vélin dró og plægði síðan svo að vikurinn féll niður á milli
strengjanna og síðan var herfað og grætt upp með sáningu. Þessa dráttarvél áttu
nokkrir bændur í Dalssókn í félagi, hún var eingöngu notuð til jarðvinnslu, ég
vann með hana þetta vor.
Á bæjunum hér í nágrenninu voru líka miklir vikurskaflar á túnum, þó var það
misjafnlega mikið eftir því hversu mishæðótt þau voru en víða var lögð mikii
vinna í hreinsun túnanna. Þar sem tún voru þýfð sat vikur eftir á milli þúfnanna og
179