Goðasteinn - 01.09.2007, Side 182
Goðasteinn 2007
þar varð að plægja eða tæta og sá síðan í. Ekki var mikið um það hér að tún væru
þýfð.
Sjálfboðaliðar komu og hjálpuðu talsvert til við hreinsun túnanna.
í innanverðu Merkurnesi var nokkuð mikið af gulvíði, hann óx þar í nokkuð
stórum runnum. Þegar vikurinn fauk fylltust þessir víðirunnar af vikri og eyði-
lögðust að miklu leyti, það tók þá fleiri áratugi að ná sér aftur en nú eftir 60 ár eru
þeir orðnir meiri og fallegri en þeir voru fyrir vikurfallið.
Lítið var hægt að heyja hér á Merkurbæjum og víðar, annað en túnin og
áveituengjarnar. Þó að vikurinn fyki nokkuð vel af sléttum túnum og öðru sléttu
landi þá gerðist það ekki á þýfðum engjum, þar sat eftir mikið af þyngri hluta
hans, svo að lítið var hægt að slá af þeim. Þannig mun það hafa verið víðast hér í
Vestur-Eyjafjallahreppi. A þessum tíma var stækkun túnanna komin svo skammt á
veg að víðast þurfti að slá mikið af engjum og talsvert af þeim var þýft og því
slegið með orfum. Að slá þýfða jörð var ekki auðvelt vegna vikursins sem sat
meira og minna eftir í skjóli við þúfurnar. Þar entist bitið í ljánum mjög stutt, því
eggin straukst við vikursandinn í hvert sinn sem ljárinn snerti jörð. Sama mátti
segja um snöggar engjar þótt sléttar væru.
í Stóru-Mörk hefur vikurlagið verið þykkra en á nokkurri annarri jörð hér í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Þar voru ekki áveituengjar að ráði en nokkuð mikið af
þýfðum mýrarslægjum. Þar hefir heyskapurinn heima því orðið mjög lítill en
bændurnir í Stóru-Mörk fengu leigða tvíbýlisjörðina Tjarnir og heyjuðu túnin þar.
Á Tjörnum voru nokkuð stór tún eftir því sem þá gerðist hér undir Eyjafjöllum.
Þar gætu þeir hafa fengið þriðja hlutann af þeirri töðu sem þeir heyjuðu 1947. Þá
heyjaði einn bóndinn í Stóru-Mörk ásamt bóndanum í Mið-Mörk túnið á jörðinni
Brúnum.
Hér í Syðstu-Mörk og sumurn nágrannajörðum, þar á meðal Mið-Mörk, Ey-
vindarholti og Neðra-Dal, var nokkuð mikill hluti engjanna á þessum tíma áveitu-
engjar og í Stóra-Dal, Mið-Dal og Hamragörðum voru þær nokkrar. Á þeim var
áveitan með þeim hætti að vatnið rann eða seytlaði eftir enginu án þess að mynda
uppistöðulón. Af þessum engjum flaut mikið af vikrinum burt með áveituvatninu.
Ef áveitur hefðu ekki verið á þessum engjum hefði heyfengur orðið miklu
minni á þessum jörðum en þó varð, og þá mjög lítill. Hér í Syðstu-Mörk heyjaðist
mun minna en venjulega, þó voru fengnar slægjur á Skúmstöðum í Vestur-
Landeyjum og heyjað þar nokkuð en minna en til stóð vegna óþurrka.
Þá var líka brotið talsvert af landi til ræktunar og sáð í það höfrum en ekki
fékkst mikil uppskera af því, m. a. vegna þess að bíða þurfti eftir sáðkorni og því
sáð of seint. Þó fékkst eitthvað af fóðri með þessu móti. í þessa nýrækt var sáð
grasfræi með höfrunum, af henni fékkst svo nokkuð góð slægja sumarið 1948 sem
kom sér mjög vel. Sama var gert á flestum jörðum hér í nágrenninu.
180