Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 184
Goðasteinn 2007
hvorki 1947 né næstu árin þar á eftir. Á hinum búunum voru tölurnar um fjölda
búfjár samtals sem hér segir:
Árið 1946 122 kýr, 29 aðr.nautgr., 1591 œr, 286 lömb, 287 hross.
Árið 1947 111 kýr, 23 aðr.nautgr., 1087 œr, 15 lömb, 202 hross.
Árið 1948 130 kýr, 30 aðr.nautgr., 1072 œr, 466 lömb, 211 hross.
Haustið 1947 hafa verið settar á vetur 9% færri kýr en haustið 1946 að meðal-
tali, á þessum sömu búum. 32% færri ær en 41% færri kindur, miðað við bæði ær
og gemlinga og 30% færri hross.
Ut frá þessum tölum má telja líklegt að heyfengurinn 1947 hafi verið 9% minni
taða og hafrar og 37% minna úthey en hann var að meðaltali næstu tvö til þrjú árin
fyrir öskufallið. í þvi sambandi þarf að hafa í huga að í þessum tölum er líka það
hey sem heyjað var á öðrum jörðum en heimajörðunum og eitthvað var keypt af
heyi.
Sumarið 1948 varð heyskapur mun meiri af engjum en 1947 en samt ekki eins
og hann var fyrir vikurinn. Af túnum var hann meiri, þá er nýræktin sem gerð var
vorið 1947 farin að skila uppskeru. Stækkun túnanna hélt svo áfram ár frá ári. Þá
fengu bændur strax tækifæri til að fjölga fénaði.
Þessi samanburður á við um allar jarðir í Dalssókn sem tölur eru til um og eru
heildar- og meðaltalstölur. Á forðagæsluskýrslunum má sjá að skerðingin á bú-
stofninum á hinum einstöku búum hefur orðið mjög misjafnlega mikil. Það kemur
þannig út að hún var ekki mest þar sem vikurinn var mestur. Fyrir þessu voru
margar ástæður. Ein þeirra hefur verið áveituengjarnar og önnur var vafalaust
heyfokið, það hefur orðið minna á jörðunum fyrir ofan Seljalandsmúla. Þar fækk-
aði kúnum ekki milli áranna 1946 og 1947 en á hinum bæjunum í Dalssókn sem
tölur eru til um fækkaði þeim um eina kú að meðaltali á bæ.
Þó að búskapurinn á öskusvæðinu hafi orðið fyrir miklu minni áföllum af
völdum vikursins en búist var við í fyrstu, þá olli hann samt, ásamt heyfokinu,
miklu tjóni og meira en kemur fram í þeim tölum um fækkun búfjár sem hér að
framan eru tilgreindar. Aukakostnaður vegna áburðar og fóðurkaupa, ásamt
ýmsum öðrum kostnaði, kom til viðbótar við minni tekjur vegna fækkunar fénaðar
sem síðan tók tvö til þrjú ár að koma upp aftur. Þá er ljóst að tjón bændanna varð
mikið.
Syðstu-Mörk 10. apríl 2007
Guðjón Ólafsson
182