Goðasteinn - 01.09.2007, Page 206
Goðasteinn 2007
Aðalheiður 15 árum síðar, vorið 1983. Hún hélt sínu striki þrátt fyrir það, bjó
áfram fjárbúi sínu næstu fjögur árin og vann tæpan áratug í sláturhúsum hvert
haust, á Hellu, Hvolsvelli og síðast á Selfossi.
Aðalheiður veiktist haustið 1992 af völdum blóðtappa í höfði. Eftirköst þeirra
veikinda voru skert hreyfigeta og stöðugur höfuðverkur sem hvort tveggja háði
henni nokkuð en æðruleysi hennar og lundefni var samt við sig og lyfti henni upp
úr þeirri raun sem öðrum. Hún var félagslynd og glaðsinna, hafði mikla ánægju af
ferðalögum, fór í hópferðir víða um land og með Vigdísi dóttur sinni og fjölskyldu
hennar á sólarstrendur Florída í Bandaríkjunum oftar en einu sinni.
Aðalheiður flutti búferlum árið 1999 frá Litlu-Tungu að Selfossi og settist að í
Alftarima 22 en fluttist þaðan hautið 2005 að Grænumörk 2. Hún átti góða daga á
Selfossi, gladdist sem fyrr yfir gestakomum, sinnti félagsstarfi aldraðra, prjónaði
lopapeysur og nýtti tfma sinn vel eins og hún var vön. Aðalheiður lést eftir
skammvinn veikindi á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík 10. mars 2006. Hún
var jarðsungin frá Arbæjarkirkju í Holtum 25. mars 2006.
Sr. Sigurður Jónsson
Arnór Lúðvík Hansson frá Holti á
Brimisvöllum á Snæfellsnesi
Arnór Lúðvík fæddist 10. febrúar 1920 að Holti á
Brimisvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi foreldrum
sínum Hans Bjarna Arnasyni frá Holti og Þorbjörgu
Þórkötlu Árnadóttur frá Aranarstapa í Breiðuvík og var
yngstur 8 systkina og eru tveir bræður hans nú eftirlif-
andi, Árni Kristinn og Þorsteinn.
I Holti var búið með nokkurn bústofn en fyrst og fremst
lifað af sjósókn og var heimilisfaðirinn lengstum
formaður á sínum báti. Allir á heimilinu þurftu að leggja
sig fram við störfin sem til féllu af trúnaði og samviskusemi.
Þetta lærði Arnór heima og með ýtni komst hann um fermingu á sjóinn á
sexæring upp á hálfan hlut og var snemma veiðinn og fylginn sér, þannig að fljótt
náði hann takmarki sínu, að fiska upp á heilan hlut. Síðan tók við sjósókn á
mótorbátum, beitingarvinna og vetrarvertíðir í landi, m.a. á Akranesi. Einnig
komst hann í uppgrip síldarvertíðar þar og loks fór hann til sjós í nokkur ár á
nýsköpunartogurum.
1949 breyttist líf hans, þegar hann fór í land við uppskipun úr togaranum sem
204