Goðasteinn - 01.09.2007, Page 207
Goðasteinn 2007
hann var á og á dansleik þar sem hann hitti drottningu lífs síns, Sigríði Jónsdóttur
frá Borgareyrum. iÞau dönsuðu saman allt kvöldið og vissulega má segja að þau
hafi þá hafið sinn lífsdans saman, svo tengd og samrýmd sem þau urðu. Þau
stofnuðu heimili að Stórholti 17 í Reykjavík í einu herbergi með aðgang að
eldhúsi. Arnór hætti á sjónum og hóf vinnu við smíðar og stundaði jafnframt nám
í Iðnskólanum. Hann lauk námi við fyrstu þrjá bekkina utanskóla en stundaði
síðan námið af kj'afti síðasta árið og fékk meistarabréf sitt 1953. Samhliða
stækkuðu þau við sig með því að leigja íbúð á Háaleitisvegi en byggðu síðan
heimili sitt á Barónsstíg 39 þar sem þau áttu heima til 1960 þegar þau keyptu litla
íbúð að Hátúni 8.
Arnór vann víða við smíðar, vörslu húseigna og viðhald svo sem hjá Pósti og
síma og í 14 ár hjá O. Johnson og Kaaber. Síðan vann hann fram á áttræðisaldur
við húsasmíðar og lagfæringar á eldri húsum.
I sumarfríum og um mjög margar helgar og á hátíðum komu Arnór og Sigríður
heim að Bjarkarlandi til systur Sigríðar, Isleifu, og manns hennar Arna Sigurðs-
sonar og sona þeirra.
Arnór var nákvæmur, minnugur og samviskusamur og vildi að orð stæðu sem
sögð voru. í starfi var hann ábyrgur, heildsteyptur og trúr því sem honum var
treyst fyrir.
Kirkjan í Stóra-Dal var kirkja Arnórs og Sigríðar sem þau studdu fjárhagslega í
byggingu og oft síðar. A heimili þeirra í Reykjavík var tekið á móti vinum og
ættingjum með mikilli gleði. Um 1980 eignuðust þau svo sinn unaðsreit að Árnesi
II í Mosfellsdal þar sem þau tengdust náttúrunni.
Sigríður hafði lengi barist við veikindi, sem Arnór tók þátt í með því að hlúa
að, styðja hana og styrkja. Sjálfur varð hann einnig fyrir áföllum og veikindum og
lögðust þau aftur og aftur inn á sjúkrahús.
í maí 2005 fluttu þau Arnór og Sigríður saman á Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund þar sem þau nutu aðhlynningar í veikindum sínum og sóttu þar styrk og
nokkra heilsu á ný.
24. mars andaðist Sigríður á Grund og var jörðuð frá Stóra-Dalskirkju 1. apríl.
Síðan fór hann heim í litla herbergið sitt á Grund og rifjaði upp athöfnina með
Ragnheiði daginn eftir og sagði við hana að nú vissi hann ekki hvernig framhaldið
myndi verða án hennar. Að morgni næsta dags, 3. apríl andaðist hann. Útför hans
fór fram frá Stóra-Dalskirkju 8. apríl.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
205