Goðasteinn - 01.09.2007, Page 208
Goðasteinn 2007
Bára Guðnadóttir, Lyngási
Bára fæcldist þann 18. febrúar 1951, yngst þriggja dætra
foreldra sinna, þeirra Guðna Jónssonar og Þórunnar
Jónasdóttur á Hellu, en eldri systur hennar eru þær Hjör-
dís og Hrafnhildur. Hún ólst upp við ást og umhyggju
foreldra og bernskan leið við leik og störf í samheldnum
systrahópi. Veganestið úr foreldrahúsum voru þau góðu
lífsgildi sem hún síðar studdist við á lífsvegferðinni.
Hugi felldu þau saman hún og lífsförunautur hennar og
eiginmaður Sighvatur Sveinbjörnsson á Lyngási og það
duldist engum sem þau þekktu að þau voru óvenju samhent hjón og sambúð þeirra
og umhyggja hvort til annars var einlæg og geislaði út frá þeim. Börnin fæddust
eitt af öðru og urðu fimm að tölu, þau Kristinn Jón elsti sonur Báru, Þórunn,
Guðni, Hörður og Sif sem andaðist eftir sín miklu veikindi fyrir þremur árum.
Þetta var fjölskyldan á Lyngási lb, hópurinn hennar Báru sem hún elskaði og var
henni allt og allt hennar líf snerist um. Ástin og tryggðin til þeirra knúði hana
áfram til hinstu stundar.
Bára var þeirrar gerðar að ljúflyndi hennar og gleði geislaði frá henni, og laðaði
að vini. Aldrei ofdrifin, alltaf einlæg, trygglynd, æðrulaus og umhyggjusöm, jafn-
vel svo að umhyggja hennar fyrir þeim sem henni þótti vænt um varð ofar hennar
eigin þörfum.
Bára lést eftir erfið en skammvinn veikindi þann 29. september sl. og var útför
hennar gerð frá Árbæjarkirkju 6. október 2006.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Birkir Hafberg Jónsson frá Hvolsvelli
Birkir Hafberg Jónsson fæddist í KeBavík hinn 9. apríl
1980. Foreldrar hans eru Agnes Lilý Guðbergsdóttir frá
Grindavík og Jón Jónsson frá Vindási á Rangárvöllum, er
þá bjuggu á Hvolsvelli. Birkir var næstelstur þriggja barna
þeirra. Eldri er Gunnar Svanberg og yngri Sólrún Osk,
bæði búsett í Reykjavík. Foreldrar Birkis slitu samvistir og
er Agnes móðir hans búsett í Reykjavtk í sambúð með
Einar Ingasyni en Jón faðir hans á heima á Hvolsvelli.
Sambýliskona hans er Ieva Marga.
206