Goðasteinn - 01.09.2007, Side 210
Goðasteinn 2007
Bjarni Halldórsson, Skúmsstöðum,
Vestur-Landeyjum
Bjarni Halldórsson fæddist í Króki í Gaulverjabæjar-
hreppi í Árnessýslu 14. ágúst 1918. Foreldrar hans voru
hjónin Lilja Ólafsdóttir (1892-1974) og Halldór Bjarna-
son (1888-1988) er bjuggu í Króki í 56 ár. Bjarni var
næstelstur barna þeirra. Eldri var Stefán Helgi sem er
látinn en yngri Ólafur, Ingibjörg, Guðfinna sem er látin,
Bjarni yngri, einnig látinn, Páll Axel, Gísli, Guðmundur
og Helga María.
Bjarni ólst upp í Króki við almenn og hefðbundin sveitastörf á fjölmennu heim-
ili því auk barnanna ólu foreldrar hans önn fyrir fósturforeldrum Lilju meðan þeir
lifðu. Bjarni varð snemma duglegur til vinnu, þótti verklaginn og hagur og það
fylgdi honum ævilangt. Hann naut farskólakennslu sveitarinnar og fór ungur til
eins vetrar náms í Iþróttaskólanum í Haukadal. Bjarni stundaði nám við Bænda-
skólann á Hvanneyri 1943-1945 og lauk þaðan búfræðiprófi. Hann lauk kennara-
prófi frá Kennaraskólanum árið 1950.
Bjarni var kennari við Barnaskóla Tálknafjarðar 1947-1948 og Barnaskólann á
Sauðárkróki 1961-1963. Hann kom alkominn í Rangárþing er hann var ráðinn
skólastjóri Barnaskóla Vestur-Landeyja 1963. Því starfi gegndi hann í 23 ár, til
ársins 1986. Bjarna lét vel að kenna. Hann náði góðu sambandi við börnin og
reyndist þeim góður og umhyggjusamur fræðari og fyrirmynd.
Bjarni kvæntist árið 1967 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Bjarnheiði Ár-
sælsdótlur á Skúmsstöðum, og átti þar heima síðan. Guðríður var þá ekkja eftir
Þorvald Jónsson bónda á Skúmsstöðum sem lést 1962. Dóttir þeirra og stjúpdóttir
Bjarna er Ragnheiður Þorvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykja-
vík, gift Ófeigi Grétarssyni, rafeindavirkja. Börn þeirra eru Grétar, Guðríður
Bjartey og Ragnheiður Lilja. Dóttir Ragnheiðar og Ásbjörns Björnssonar er Ólafía
Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir, búfræðingur og háskólanemi, búsett á Skúmsstöðum.
Sambýlismaður hennar er Hafsteinn Sigurbjörnsson. Dóttir þeirra er Heiða Sigríð-
ur.
Bjarni stundaði búskap á Skúmsstöðum meðfram skólastjórastarfinu. Fjöl-
þættar gáfur hans og eðliskostir voru honum án efa mikill styrkur í skólastarfinu
og honum auðnaðist að rækta vel hæfileika sína og sterkar hliðar. Handlagni hans
og verkkunnátta voru sprottnar af glöggu formskyni hans og listhneigð sem naut
sín vel í útskurði og teikningu sem hvort tveggja lék í höndum hans. Hann var
víðlesinn og fróður um flesta hluti, kunnugur staðháttum um allt land og jarðfræði
208