Goðasteinn - 01.09.2007, Side 213
Goðasteinn 2007
Elín Guðjónsdóttir, Lindartúni,
Vestur-Landeyjum
Elín eða Lína eins og hún var alltaf kölluð fæddist í
Syðri-Kvíhólma undir Vestur-Eyjafjöllum 19. nóvember
1907 foreldrum sínum, hjónunum Guðjóni Jónssyni frá
Vallatúni og Steinunni Sigurðardóttur frá Mið-Mörk en
hún hafði alist upp frá barnsaldri á Syðstu-Grund. Lína
var næstelst í hópi ellefu systkina og einnar fóstursystur
en nú eru eftirlifandi Ragnar og fóstursystir hennar, Asta
Magnúsdóttir.
Lína fór ung í nokkra vetur í vist í Vestmannaeyj-
um, m.a. hjá Ragnhildi og Guðlaugi sem hún minntist svo oft, en kom alltaf heim
á lokadegi með vorinu og lagði þá til heimilisins og vann þar vor- og sumarstörfin
með heimilisfólkinu. Hún var einnig fjóra vetur í vist hjá sr. Jóni og Lilju í Holti
og tengdist íjölskyldunni sterkum vinarböndum.
Haustið 1945 réði hún sig sem ráðskona til Bjarna Brynjólfssonar í Lindartúni
og sumardaginn fyrsta vorið eftir giftu þau sig. Þannig helguðu þau ást sína vorinu
og sumarkomunni og tókust saman á við öll störfin sem biðu, að þurrka og rækta
jörðina, endurbæta og byggja upp húsakost og síðan hvern dag að hugsa um
heimilið og dýrin. Lína og Bjarni urðu mjög samhent. Hún fylgdi manni sínum til
Akureyjarkirkju, þegar messað var, meðan hann var organisti kirkjunnar og söng
sálmana heima við vinnu sína.
Lína var fljótvirk, vandvirk og ákveðin heima fyrir. Hún sagði sínar skoðanir
án þess að halla á aðra. Hún lagði sig fram um að sjá það góða í fari annarra. 1
öllum heimilisstörfum var Lína sú sem vaknaði fyrst og gékk síðust ti! hvfldar, sú
sem átti búkonuklukku til þess að öll tímasetning dagsins til verka stæðist
örugglega, sú sem vildi alls ekki fresta því að takast á við óunnin viðfangsefni
heima, sú sem hugsaði af svo mikilli umhyggju um kýrnar sínar og talaði við þær
og sú sem hugsaði um manninn sinn, börnin sín, barnabörnin og aðra ættingja og
vini.
Börnin þeirra Línu og Bjarna fæddust og tóku þátt í störfunum heima, Steinunn
Guðbjörg 1946 og Brynjólfur Már 1950. Nítján ára flutti Steinunn að heiman og
stofnaði heimili með manni sínum Snorra Óskarssyni og síðan komu synir þeirra
Bjarni Líndal, Óskar Lannberg og Grétar og voru öll sumur frá unga aldri til
sextán ára aldurs á heimilinu í vernd og kærleika ömmu sinnar og tók þátt í
sumarstörfunum með heimilisfólkinu í Lindartúni.
Bjarni tókst á við veikindi í mörg ár þannig að það kom í hlut Brynjólfs að taka
211