Goðasteinn - 01.09.2007, Page 214
Goðasteinn 2007
við búinu, smátt og smátt frá 1969 og formlega 1974 en sannaiiega var Lína alltaf
í bústörfunum með syni sínum. Bjarni andaðist 19. maí 1983.
Við tóku árin hennar Línu með Brynjólfi syni sínum og fólkinu hans sem varð
fólkið hennar, sem hún hugsaði um, leiðbeindi, sagði spakmæli og söng fyrir. Það
voru Svana Daðadóttir með dætrum sínum Lísu Lottu og Mörtu Sólveigu. Svana
og Brynjólfur eignuðust Bjarna Þórarinn og Elvar Örn.
1994 hóf Brynjólfur sambúð með Hrafnhildi Valgarðsdóttur, sem kom með
dóttur sína Klöru Valgerði, og eiga þau soninn Sindra Snæ.
I janúarlok 1999 fluttist Lína að Kirkjuhvoli og naut þar hvfldar og góðrar
umönnunar allt til andláts síns 5. apríl. Útför hennar fór fram frá Akureyjarkirkju
15. aprfl 2006.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
/
Geir Ofeigsson, Næfurholti
Geir Ófeigsson var fæddur að Næfurholti þann 3. apríl
1916, foreldrar hans voru hjónin Ófeigur Ófeigsson bóndi
í Næfurholti og Elín Guðbrandsdóttir frá Ölversholti og
Tjörvastöðum. Systkinin voru fimm þau Guðrún, þá
Ófeigur, tvíburasystkinin Geir og Jónína og yngst var
Ragnheiður.
Geir ólst upp í Næfurholti við þau störf og þá atvinnu-
hætti sem tíðkuðust á þeim árum. Þó nutu systkinin sam-
vista við föður sinn alltof skamma stund því Ófeigur dó
frá börnum sínum ungum árið 1924. Við tóku erfið ár en
móðir og börn stóðu samhent og héldu uppi búskapnum
og eftir því sem árin liðu og aldurinn færðist yfir móður þeirra tóku bræðurnir
Geir og Ófeigur við og Jónína systir þeiira sá um heimilið en Elín var þó skrifuð
fyrir búinu allt þar til hún andaðist árið 1956. Með árunum kom Ófeigur sonur
Jónínu og Halldóra kona hans til liðs við þau systkin í búskapnum og eru þau hjón
tekin við og búa þar ásamt sonum sínum Hjalta og Geir.
Til að vinna heimilinu tekna fór Geir um tvítugsaldurinn til vers í Vestmanna-
eyjurn og einnig hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar um tíma í hinni svo-
kölluðu Bretavinnu. En hann kom ævinlega heim á vorin og sumrin til að vinna að
búinu.
Verkahringur hans var bundinn búinu í Næfurholti alla ævi. Þar var heimurinn
hans. Hann var að eðlisfari einstakt ljúfmenni og umgekkst jafnt menn sem skepn-
ur af því inngróna kærleiksþeli sem setti svip á allt dagfar hans. Hann var bóndi af
212