Goðasteinn - 01.09.2007, Page 215
Goðasteinn 2007
lífi og sál og hafði yndi af því að hirða bústofn sinn, natinn við að láta honum líða
vel og laginn við að hjálpa þegar eitthvað var að skepnum.
Hógværð hans og hlédrægni var annáluð. Það er sagt að lítillætið sé styrkur
þeirra sem eitthvað verulegt hafa til brunns að bera. Þessi lýsing á við um Geir. Þó
var hann léttur í lund og átti auðvelt með að umgangast fólk. Hann var bókhneigð-
ur mjög og las flestar þær stundir sem hann hafði aflögu, sér í lagi þjóðlegan fróð-
leik, sagnaminni og ævisögur. Hann var og músíkalskur og lék á orgel heimilisins
sér til ánægju og yndis og gerðist handgenginn íslenskum sönglögum.
Sínar bestu stundir átti hann við umönnun lagðprúðra hjarða, ekki síst á haustin
er hann í hópi góðra vina og félaga smalaði fé á Landmannaafrétti umlukinn nátt-
úrufegurð og tjallakyrrð.
Hann var einn þeirra manna sem bjó yfir þeim lífsþroska sem ekki verður lærð-
ur í skólum en finnst hjá þeim sem umgangast náttúruna daglega og eiga allt sitt
undir því að lögmál hennar og sköpunarverkið allt sé virt, þeim sem fer vel með
allt sem þeim er trúað fyrir, þeim sem fer sparlega með orð vegna þess að hann
veit að þau verða ekki aftur tekin, þeim sem tekur öllu sem að höndum ber með
jafnaðargeði og lifir í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og samferðamenn. I
slíkum jarðvegi lágu rætur Geirs Ófeigssonar. Hann var maður fárra orða en stóð
og féll með gjörðum sínum.
Geir var ævinlega heilsuhraustur og alla ævi vann hann eins og kraftar leyfðu
við bústörfin. Hann hafði þó um nokkurt skeið fundið fyrir þeim sjúkdómi sem
varð honum að aldurtila. Síðustu dagana naut hann hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á
Selfossi þegar andlát hans bar að en Geir andaðist þar þann 19. maí 2006. Útför
hans var gerð frá Skarðskirkju 3. júní 2006.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Geir Sigurgeirsson frá Hlíð, Austur-Eyjafjöllum
Geir fæddist í Hlíð 24. febrúar 1922 foreldrum sínum,
hjónunum Sigurgeir Sigurðssyni frá Hlíð og Sigurlínu
Jónsdóttur frá Steinum. Systkinin sem upp komust voru 9
og var hann fimmti í röðinni, þrjú elstu eru látin, Anna
Margrét, Sigurjón og Ólafur Sigurbergur, en eftirlifandi eru
Guðlaug, Bóel, Tryggvi, Lilja og Páll.
Geir hafði mjög snemma sótt vinnu utan heimilis.
Aðeins 9 ára fór hann til sumarvinnu í Drangshlíðardal til
Jóns Bárðarsonar og Elínar Kjartansdóttur og fór þar m.a.
213