Goðasteinn - 01.09.2007, Side 216
Goðasteinn 2007
áræðinn og samviskusamur með hey á hestum af engjum yfir óbrúaðar ár. Hann
sótti barnaskólanám að Steinum og síðan kenndi sr. Jón M. Guðjónsson honum
einn vetur og hvatti hann síðan til náms í Flensborg þar sem hann lauk gagnmeð
háum einkunnum og góðum vitnisburði. A sumrin vann hann fyrir sér og skóla-
dvöl sinni með ýmsum störfum, m.a. í vegavinnu. Þegar hann sá möguleika á
sendi hann peninga heim eða kom heim glaður og umhyggjusamur til að leggja
heimili sínu lið, heimilinu sem var alltaf heimilið hans, heimilið í Hlíð.
Um 1940 fór hann til Hvanneyrar og lauk þar búfræðinámi og réð sig jafn-
framt til starfa við búið. 1946 varð hann fyrir alvarlegu vinnuslysi á Hvanneyri
sem háði honum nær alla ævi með lærbroti sem greri illa og hann hafði viðvarandi
verk frá. Upp frá þessu var eins og viðmót hans breyttist. Hann mætti þessum
örlögum sínum og varð fáskiptur og dulur og óháður öðrum. Hann var sjálfstæður
í fasi og sagði sína meiningu þegar honum þótti við eiga. En jafnframt vildi hann
reynast öðrum vel eftir því sem hann hafði tækifæri til.
Hann var hestamaður og átti góða hesta sem hann hugsaði vel um og fór marg-
ar hestaferðir með Sindrafélögum, bæði með hestunum sínum og bílunum sínum.
Hann hleypti hestunum sínum á stökk og ekki síður reyndi hann á bílana sína,
Víbonana með skrítnu nöfnunum eins og Ráðskona Bakkabræðra, Petrína eða
Rósi rokkari. Bílarnir tengdust Geira og þeir honum með sérstökum hætti, einkum
10 hjóla trukkurinn hans sem fór yfir allar ófærur. Þegar Geir var beðinn um að
fara í ferðir með fólk, inn í Þórsmörk, Fjallabak eða á skemmtun, var alltaf eins og
verið væri að gera honum greiða.
Við tóku öll árin í margskonar vinnu víðsvegar, lengstum þó á þungavinnu-
vélum víða um Suðurland á ýtum og skurðgröfum, einnig við vegavinnu sem
flokkstjóri eða verkstjóri og síðar í mörg ár við virkjanir við Búrfell, Sigöldu og
Sultartanga og síðast við störf sem til féllu, á veturna á vertíð við fiskvinnslu í
Þorlákshöfn, á sumrin við byggingarvinnu og á haustin við slátrun. Þegar hann átti
frí, kom hann alltaf heim undir Fjöllin til ættingja sinna þar.
1995 flutti hann heimili sitt á Kirkjuhvol á Hvolsvelli, þar sem hann eignaðist
sína vini og varð mjög ánægður með sitt hlutskipti, einkum eftir að förstöðukona
heimilisins þá, Sigríður Guðmundsdóttir, kom honum til lækninga til sérfræðings í
Reykjavík við fótameini sínu sem hann fékk rnikla bót á. Vegna flogaveikikasta
sem hann gat fengið án fyrirvara gat hann ekki lengur keyrt bíl en fékk í staðinn
fjórhjól sem hann gat ferðast á um kauptúnið og þegar vel viðraði keyrði hann
jafnvel enn lengra.
Hann andaðist 26. júlí að Kirkjuhvoli. Utför hans fór fram frá Eyvindarhóla-
kirkju 12. ágúst 2006.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
214