Goðasteinn - 01.09.2007, Page 218
Goðasteinn 2007
aðist og dafnaði með svo góðri hjálp og umhyggju, glaður og hamingjusamur með
sitt hlutskipti.
Guðmundur Karl andaðist í svefni án nokkurs fyrirvara á heimili sínu að Birki-
hólum á Selfossi sem hann var þá nýfluttur til, aðfaramótt 27. mars. Útför hans fór
fram frá Ásólfsskálakirkju 31. mars 2006.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
Guðrún Jónsdóttir í Nesi
Guðrún Jónsdóttir var fædd að Þjóðólfshaga í Holta-
hreppi í Rangárvallasýslu hinn 23. júlí 1904. Hún var
dóttir Jóns Jónssonar frá Hrafntóftum og Önnu Guð-
mundsdóttur frá Miðhúsum í Hvolhreppi. Börn þeirra
sem upp komust voru Kristinn, Ingibjörg, Ingólfur, Sig-
ríður og Ragnar. Guðrún fluttist sem barn ásamt for-
eldrum sínum að Bjóluhjáleigu og síðar að Hrafntóftum. I
bernsku mótuðust þær dyggðir sem prýddu Guðrúnu eins
og elja til vinnu og samviskusemi. Hún var elst systra
sinna og tók yngri systkini sín undir verndarvæng sinn,
sömleiðis sinnti hún foreldrum sínum til æviloka þeirra.
Hinn 7. maí 1933 giftist Guðrún Gunnari Jónssyni frá Skorrastað í Norðfirði.
Gunnar fæddist 12. mars 1904, sonur Jóns Bjarnasonar bónda í Viðfirði og Hall-
dóru Bjarnadóttur í Neðri-Skálateigi. Gunnar og Guðrún bjuggu sitt fyrsta búskap-
arár í Gunnarsholti, síðar á Selalæk en 1938 reistu þau nýbýlið Nes úr landi Hellu-
vaðs. Voru þau hjónin með frumbyggjum á Hellu og horfðu á þorpið vaxa og
eflast. Þau hjónin eignuðust þrjá syni, þeirra elstur er Jóhann kvæntur Eddu
Þorkelsdóttur, Jón Bragi kvæntur Stefaníu Unni Þórðardóttur og Kristinn kvæntur
Unni Einarsdóttur. Afkomendur Guðrúnar er nú orðnir 43 talsins.
Guðrún var góð kona með jákvæða lífssýn, í gegnum lífshlaup hennar má sjá
þráð æðruleysis og hógværðar. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra
fjölskyldu og hafa hana nærri sér. Hún gat með góðu móti fylgst með börnum
sínum hefja búskap og stofna fjölskyldur. í Nesið áttu margir leið og oft var stór
hluti ættfólksins þar samankominn og aldrei skorti að vel væri tekið á móti fólki.
Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og eignaðist Guðrún á sinni löngu ævi
marga góða vini. Hún fylgdist af hæglæti sínu með framsækni annarra og var fólki
sínu sú stoð og stytta sem það treysti á. Kvenfélag Oddakirkju naut krafta hennar
og dugnaðar og varð hún heiðursfélagi þess. Guðrún var alla ævi þakklát fyrir allt
sem að henni var rétt og taldi sig ekkert skorta. Hún var heimakær, fór sjaldan
216