Goðasteinn - 01.09.2007, Page 222
Goðasteinn 2007
Hannes Hannesson á Arnkötlustöðum
Hannes Hannesson fæddist í Eiríksbæ við Litlu-Háeyri á
Eyrarbakka 5. nóvember 1930. Foreldrar hans voru Jó-
hanna Bernharðsdóttir og Hannes Andrésson. Börn þeirra
auk Hannesar eru Gunnlaug, Fanney, Andrés, Bern-
harður, Jórunn, Haraldur, Svanlaug og Garðar. Þau eru
öll á lífi nema Andrés og Svanlaug sem bæði létust árið
2003.
Hannes menntaðist víða í lífinu, fyrst heima og svo í
barnaskólanum á Eyrarbakka og lauk fullnaðarprófi það-
an vorið 1944. Hann var í sumardvölum og einni vetrar-
dvöl hjá fjölskyldunni í Fjalli á Skeiðum þar sem hann var fimm sumur og einn
vetur.
Hannes stundaði frjálsar íþróttir af kappi á unglingsárum og keppti á frjáls-
íþróttamótum fyrir Ungmennafélag Eyrarbakka. Hann var líka góður glímu-
maður. Hann var ágætur söngmaður og söng í litlum karlakór á Eyrarbakka.
Hann réðst sem hjálparkokkur á bátinn Skallagrím árið 1945 og fór eina ferð
og hefði farið fleiri ef önnur tækifæri hefðu ekki boðist. Árið eftir varð pabbi hans
verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Hannes réðist í vinnuflokk til
raflínulagna. Á vetrartímum í hléum frá lagnavinnu reri hann bæði frá Vest-
mannaeyjum og Eyrarbakka og fór á síldarvertíð á Siglufirði. Hann lagði raf-
magnslínur um allar sveitir frá Ljósafossi til Selfoss, Eyrarbakka, Hveragerðis,
Hellu, Hvolsvallar og Þykkvabæjar. 1954 varð hann flokksstjóri hjá Rafmagns-
veitunum og svo verkstjóri í sextán ár. Hann stjórnaði lagningu á háspennulínum
víða um landið, um Reykjanes og til Dalvíkur og Skagastrandar og um Borgar-
fjörð og Snæfellsnes. Þegar mastur var reist í miðjum Kollafirði stjórnaði Hannes
því verki en öll kröfðust þessi verkefni mikilla hæfileika. Hann hafði líka mikla
hæfileika sem verkstjóri og var varkár og aðgætinn, laghentur, rólyndur og yfir-
vegaður og vann verk sín jafnt og þétt, hlustaði á samstarfsmennina og sá til þess
að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera. Hannes vann oft með pabba
sínum sem var líka verkstjóri en sumarið 1965 var það síðasta sem þeir unnu
saman. Hannes yngri hafði horfið að miklu leyti frá línulögnum um áramótin
1960-1961 til skrifstofustarfa hjá Rarik en kom enn að lögnum og eftirliti og
útreikningum. Hinn 25. desember 1960 giftist Hannes Salvöru Hannesdóttur frá
Arnkötlustöðum og þau hófu búskap í Reykjavík. Foreldrar Salvarar voru Stein-
unn Bjarnadóttir og Hannes Friðriksson. Árið 1967 tóku Salvör og Hannes við
220