Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 233
Goðasteinn 2007
Jón varð snemma kunnugur velflestum Rangæingum af störfum sínum. Það
mátti reiða sig á lagni hans og kunnáttu á verkstæðinu á þeim árum, síðar kom
hann víða á bæi á olíubílnum og í fjóra áratugi hafa allir þekkt Jón í Mosfelli, rétt
eins og Rangárnar eða Heklu, og fundist þeir eiga þar vini að mæta. Engum
duldist hið þýða viðmót Jóns, einlægni hans og vilji til að greiða götu fólks, lipurð
og hjálpsemi, hlýlegt bros og þétt handtak.
Hjartalag og góður vilji Jóns kom samferðamönnunum til góða í ýmsu tilliti.
Hann lét sér mjög annt um sveit sína og samfélag og vildi veg þess og framfarir
sem mestar. Hann átti sæti í hreppsnefnd Rangárvallahrepps tvö aðskilin kjör-
tímabil, frá 1966-1970 og aftur frá 1974-1978, og var varamaður árin þar á milli.
Hann var meðal stofnenda Lionsklúbbsins Skyggnis á Hellu 1966 og starfaði með
honum um skeið. Einnig kom hann að málefnum Oddasafnaðar og sat í sóknar-
nefnd Oddasóknar sem formaður á árunum 1989-1993.
Jón veiktist af krabbameini haustið 2004 og átti mjög á brattann að sækja þann
vetur en hresstist heldur þegar kom fram á vor þótt séð væri að veikindin hefðu
gengið nærri honum. Jón tók þessum örlögum af miklu æðruleysi og því raunsæi
sem einkenndi hann og gerði hvað hann gat til að njóta góðu daganna sem gáfust.
Banalegan varð fast að íjórum vikum í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi þar sem
Jón lést hinn 12. ágúst 2006, 74 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Oddakirkju
18. ágúst.
Sr. Sigurður Jónsson
Kristín Bjarnadóttir, Meiri-Tungu
Rristín Bjarnadóttir sem ævinlega var kölluð Stína
var fædd þann 1. desember 1916. Foreldrar hennar voru
hjónin Bjarni Jónsson bóndi og oddviti í Meiri-Tungu og
Þórdís Þórðardóttir húsfreyja og organisti frá Hala. Hún
var fimmta í röð sjö systkina en þau voru Þórður er and-
aðist í frumbernsku, Þórður, Jón, Jóna, þá Kristín, Valtýr
og uppeldissystir þeirra, Sigríður.
Systkinin þrjú, þau Þórður, Jóna og Stína, tóku æ
meir við stjórn búsins með aldri og þroska, Þórður skráð-
ur fyrir því en sameiginlega ráku þau systkinin búið.
Stína vann á sínum yngri árum í Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og einnig á
skrifstofu kaupfélagsins Þórs á Hellu til margra ára en fyrst og síðast helgaði hún
heimilinu í Meiri-Tungu starfskrafta sína og sá um hreppsreikninga Holtahrepps
um langt árabil. Hún hlaut í arf gestrisnina og myndarskapinn sem ætíð var í
heiðri hafður á heimili hennar. í Meiri-Tungu var oft mikill gestagangur enda
231