Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 235
Goðasteinn 2007
Lovísa Ingvarsdóttir frá Hellishólum,
Dvalarheimilinu Lundi, Hellu
Lovísa Ingvarsdóttir fæddist í Neðra-Dal undir Eyja-
fjöllum hinn 20. júlí 1912. Hún lést á Lundi á Hellu 26.
janúar 2006 á 94. aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðbjörg Ólafsdóttir og Ingvar Ingvarsson sem bjuggu í
Neðra-Dal frá 1908 til 1946. Þau hjón sem látin eru fyrir
meira en hálfri öld eignuðust alls 16 börn og komust 11
þeirra til fullorðinsára. Þau 5 sem dóu í bernsku voru auk
eins óskírðs barns Svala, Guðrún Svala, Jósep og Þorgrímur. Hin sem upp komust
voru, auk Lovísu, þau Ólafur, Óskar, Ingólfur, Lilja Þorgríma, Samúel. Tryggvi,
Svava, Elín, Leó og Ingibjörg Fjóla sem lifir allan sinn stóra systkinahóp.
Æskuheimili Lovísu var ríkt af umhyggju og kærleika en rýr efni til að fram-
fleyta svo stórum hópi barna leiddu til þess að foreldrarnir neyddust til að setja
nokkur barnanna í fóstur. Þannig fór Lovísa 6 ára gömul að Hellishólum í
Fljótshlíð og ólst þar upp síðan ásamt tveimur systkina sinna, þeim Ólafi og Elínu,
hjá móðursystkinum sínum, Elínborgu og Sigurði Ólafsbörnum. Sjálf komst
Lovísa svo að orði að þar með hefðu örlög hennar verið ráðin því fyrir henni átti
ekki aðeins að liggja að alast upp í Hellishólum síðan, heldur tók hún þar við
búsforráðum í fyllingu tímans og stóð fyrir rausnarheimili áratugum saman.
Lovísa giftist Óskari Sigurþóri Ólafssyni frá Kjóastöðum í Biskupstungum
8. júlí 1933. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Jónasdóttur og Ólafs Guðmunds-
sonar er bjuggu í Tortu, síðar á Hólum og síðast á Kjóastöðum. Hófu þau Lovísa
og Óskar búskap árið eftir á móti systkinunum Sigurði og Elínborgu sem fyrr var
getið og bjuggu óslitið í Hellishólum til 1971. Hjónaband þeirra var afar ástúðlegt
og milli þeirra ríkti jafnræði og virðing sem hvort þeirra um sig bæði naut og
veitti. Þeim búnaðist enda eftir því, Lovísa vinnusöm og glæsileg húsfreyja og
Óskar afburða natinn og vandaður bóndi svo í höndum þeirra hlaut búið að vaxa
og margfaldast að stærð og afurðasemi. Þau byggðu upp hvert hús á jörð sinni og
brutu mikið land til ræktunar. Vinnustundirnar voru ekki taldar né verkin talin
eftir og ætíð tími og rúm til að fagna góðum gestum eða liðsinna þeirn sem ein-
hvers þurftu með. Á heimilinu bjuggu þau Sigurður og Elínborg fóstra Lovísu til
dauðadags og annaðist hún um þau í elli þeirra, Elínborgu rúmfasta í 12 ár. Einnig
var Ólafur bróðir Lovísu heimilisfastur hjá þeim í Hellishólum. Verkahringur
Lovísu var eftir því víður og krefjandi, og reyndi á styrk hennar jafnt til líkama og
sálar. Öll þau reynslupróf stóðst Lovísa með mikilli prýði og sýndi í verkum
sínum og dagfari hve traust og vönduð kona hún var.
233