Goðasteinn - 01.09.2007, Page 236
Goðasteinn 2007
Börn fæddust þeim Lovísu og Óskari 12 en tvö þeirra misstu þau í fæðingu.
Hin senr upp komust eru í aldursröð talin Ólafur Siggeir, búsettur í Mosfellsbæ,
var kvæntur Sigrúnu Þorláksdóttur, þau slitu samvistir en hann bjó síðar með
Önnu Jónsdóttur sem nú er látin; Elínborg, búsett á Hellu, gift Sæmundi Ágústs-
syni, sem lést 2000; Guðbjörg Ingunn, gift Högna Guðmundssyni á Selfossi;
Sigurður, kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur, þau búa á Hellu; Jón Þórir, búsettur á
Hvolsvelli, kvæntur Sigríði Ingunni Magnúsdóttur; Magnús Þór, kvæntur Sesselju
Kristjánsdóttur, þau eiga heima í Kópavogi; Anton Tryggvi, búsettur í Reykjavík,
var kvæntur Sigríði Kjartansdóttur. Þau skildu en hann er í fjarbúð með Guðborgu
Hrefnu Hákonardóttur. Eyþór býr í Noregi, kvæntur Áslaugu Helgen en bjó áður
með Birnu Jónsdóttur; Guðmundur Þórarinn er kvæntur Elísabetu Ingvarsdóttur á
Selfossi og Stefán Ingi, bjó með Kristínu Bjarnadóttur, þau slitu sambúð en hann
býr nú með Hrönn Jónsdóttur á Selfossi. Auk þessa fríða barnahóps ólst að nokkru
upp hjá þeim Lovísu og Óskari ungur frændi hennar, Kiástinn Ingimar Karlsson.
Við lát Lovísu voru lifandi afkomendur þeirra Óskars að stjúptengdum börnum
meðtöldum 84 að tölu.
Lovísa og Óskar brugðu búi árið 1971 eftir nærfellt 40 ára búskap í Hellis-
hólum, fluttust að Selfossi og settust að á Birkivöllum 20. Þar undu þau hag sínum
vel og kunnu vel að njóta lífsins, laus undan oki og önnum bústarfanna. Þau gáfu
sér nú tóm til að ferðast víða um land og brugðu sér til Færeyja einu sinni sem
varð þeirra fyrsta og eina utanlandsferð. Þau voru meðal stofnenda Félags eldri
borgara á Selfossi og lengi virk í þeim félagsskap. Ólafur bróðir Lovísu fluttist
með þeim Óskari að Selfossi og til þeirra kom einnig Lilja systir þeirra frá Vest-
mannaeyjum eftir gosið 1973 og átti þar heima upp frá því. Lovísa vann í
sláturtíðinni mörg haust hjá Sláturfélagi Suðurlands og eignaðist þar margt
kunningja- og vinafólk sem hún hélt tryggð við síðan.
Óskar mann sinn missti Lovísa hinn 10. júní 1990. Hún fluttist í kjölfarið að
Álftarima 24 á Selfossi og átti þar heima skamman tíma, uns hún veiktist af
völdum blóðtappa í höfði 1993 og missti við það nokkuð af hreyfigetu sinni.
Dvaldi hún næsta vetur á heimili Ingunnar dóttur sinnar á Selfossi en fluttist
sumarið 1994 að Lundi á Hellu, þar sem hún átti heima til dauðadags. Lovísa var
þakklát fyrir þá þjónustu sem hún naut á Lundi og var henni nauðsynleg eftir að
heilsa hennar tók að gefa sig. Hún glataði engu af þeim eiginleikum sem prýddu
hana, glaðbeitt í fasi og viðmótsþýð, fagnaði gestum með reisn og hafði sem fyrr
mikla ánægju af að skarta fallegum fötum og búa sig upp á. Hún kynnti sig vel og
var enda kunnug mörgum heimilismönnum þar frá gamalli tíð.
Lovísa var jarðsungin á Selfossi 4. febrúar 2006.
Sr. Sigurður Jónsson
234