Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 237
Goðasteinn 2007
/
Oskar Auðunsson, Minni-Völlum
Óskar Auðunsson fæddist í Svínhaga á Rangárvöllum
þann 6. nóvember 1916, sonur hjónanna þar, Jóhönnu
Katrínar Helgadóttur frá Bakkakoti á Rangárvöllum og
Auðuns Jónssonar frá Lágafelli í Landeyjum. Börn þeirra
hjóna voru 13 að tölu og voru auk Óskars þau Helgi,
/ / _ /
Magnea Katrín, Guðjón Olafur, Aslaug, Eiríkur, Agúst,
Margrét Una, Áslaug, Guðmundur, Guðni, Ásgeir og
Guðbjörg.
Frá barnæsku vandist Óskar eins og flest önnur börn
við öll venjubundin og nauðsynleg störf sveitaheimilisins
og naut hefðbundinnar barnafræðslu í uppvextinum.
Auðunn faðir hans andaðist árið 1923 en Jóhanna móðir hans bjó áfram í
Svínhaga með börnum sínum uns hún flutti að Minni-Völlum ásamt þeim Óskari,
Ásgeiri og Guðbjörgu en þau hófu þar búskap árið 1952.
Óskar stundaði lengi að fara á vertíðir í Vestmannaeyjum og hélt þeim sið í
nokkur ár eftir að hann kom að Minni-Völlum. En fyrst og helst bjó hann í ís-
lenskri sveit og var sérlega sýnt um skepnuhirðingu, einkum og sér í lagi sauðfé,
var fjárglöggur og umhirðu og meðferð bústofnsins innti hann af höndum af þeirri
umhyggju sem ber laun sín í gleði og ánægju bóndans yfir sællegum gripum. Eins
hafði hann gaman af búvélum og laginn við að halda þeim í lagi. Hann gekk til
vinnu frá morgni til kvölds og gerði mörgum sveitunganum góð viðvik, sér í lagi
var hann laginn við pípulagnir og ófá voru handtök hans í þeim efnum víða á
bæjum í sveitinni.
Líf hans var meitlað af hugmyndafræði hinna gömlu og traustu gilda: Hófsemi,
vinnusemi, trygglyndi, áreiðanleika og að vera öðrum óháður.
Fjallferðir meðan hann bjó á Rangárvöllunum og Veiðivatnaferðir voru dálæti
Óskars. Fátt vissi hann skemmtilegra en að heimta fé af fjalli, renna fyrir fisk og
nytja Vötnin og vera í félagsskap hollra vina og sveitunga í þessum ferðum. Hann
var stálminnugur og fróður um öll örnefni og kennileiti uppi á afrétti. Eins hafði
hann gaman af öllu er laut að byggðasögu og þjóðlegum fróðleik.
Hann var afar hógvær maður og gerði ekki miklar kröfur fyrir sína hönd en til
sjálfs sín gerði hann þær kröfur að standa skil á því sem honum bar og vann sín
verk í kyrrþey. Hann var ekki viðhlæjandi allra en þeim sem hann tók gaf hann
tryggð sína alla og nánum vinum og ættingjum var hann traustur sem bjarg.
Óskar var heilsuhraustur lengstum og vann alla ævi eins og kraftar leyfðu.
235