Goðasteinn - 01.09.2007, Page 239
Goðasteinn 2007
Rakel var náttúrubarn. Hiin elskaði gróðurinn og dýrin og búskapurinn á Læk
var henni mikið hjartans mál. Hún sinnti öllum skepnum með svo mikilli
umhyggju og þeirri óbilandi sannfæringu að hún gæti hlúð að og gert betur. Hún
hafði mikla trú á mátt grasa og jurta og notaði slíkar óhefðbundnar lækningar
bæði á bústofninn, sjálfa sig og fjölskyldumeðlimi.
Eftir að þau fluttu austur, tók hún heilshugar þátt í öllu félagsstarfi kvenna hér f
sveit, gekk í kvenfélagið Einingu og söng með kvennakórnum Ljósbrá.
Rakel er öllum þeirn sem henni kynntust minnisstæð fyrir þennan gefandi
hlýleika sem umvafði alla frá fyrstu kynnum, fyrir dugnaðinn og frumleikann og
uppfinningasemina sem var henni í blóð borin, fyrir glettnina góðu og hlýju og
hláturinn sem var svo geislandi og léttur.
Fyrir nokkru tók að bera á þeim sjúkdómi sem síðar leiddi hana til dauða. Hún
andaðist á Borgarspítalanum 9. maí 2006 og var útför hennar gerð frá Hagakirkju
20. maí 2006.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúl
Sigríður Jónsdóttir frá Borgareyrum,
Vestur-Eyjafjöllum
Sigríður fæddist 19. september 1911 foreldrum sínum
að Borgareyrum, hjónunum Jóni Ingvarssyni frá Neðra-
Dal og Bóel Sigurleifu Erlendsdóttur frá Hlíðarenda. Hún
var yngst fimm systkina, þeirra Júlíusar sem dó barnungur,
Guðmundar Júlíusar, Markúsar og ísleifar sem öll eru
látin. Foreldrar hennar höfðu fyrst hafið búskap að Neðra-
Dal og fluttu síðan þaðan að Hlíðarenda og þaðan að
Borgareyrum 1907 þar sem dæturnar fæddust. Lífsbarátta
þessa tíma kreppu og harðræðis var vissulega erfið en um
leið gefandi á sinn hátt því það reyndi á alla í fjölskyldunni að vinna úr því sem til
féll, skipuleggja störf sín vel og kunna að gleðjast og taka á móti hugsjónum hins
nýja tíma.
í þessu umhverfi ólst Sigríður upp og tengdist landinu sterkum böndum, að
vakna með sólaruppkomu á vordegi. Ung varð hún hestakona og lét gæðingana
sína stökkva um grundirnar og aldrei gleymast vinum hennar tilþrif Skjóna Þráins
með hana og hvernig hann flaug á töltinu.
Hún varð um tvítugt fyrir áfalli heilablæðingar sem í einu vetfangi breytti
237