Goðasteinn - 01.09.2007, Page 240
Goðasteinn 2007
mörgu sem hún þurfti að takast á við æ síðan. Með hjálp vina leitaði hún lækn-
ingar víða og fékk nokkurn bata. Sótti hún stuðning hjá frændfólki og vinum við
að ná heilsu í Reykjavrk og stundaði prjónaskap og hannyrðir.
1949 kynntist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Arnóri Lúðvík Hansen frá
Holti á Brimisvöllum á Snæfellsnesi, og opinberuðu þau trúlofun sína ári síðar.
Þau stofnuðu sitt heimili fyrst í Stórholti í Reykjavrk og stækkuðu síðan við sig
með því að leigja íbúð á Háaleitisvegi en byggðu síðan sitt fallega heimili á
Barónsstíg 39 þar sem þau áttu heima til 1960 þegar þau keyptu litla íbúð að
Hátúni 8.
Sigríður var afar tengd systur sinni Isleifu sem bjó með manni sínum Árna Sig-
urðssyni og sonum að Bjarkarlandi. Öll sumur í mörg ár, einnig um margar helgar
á vetrum og á flestum hátíðum, komu Arnór og Sigríður heim að Bjarkarlandi og
áttu þá þar eins og sitt annað heimili.
Um 1980 eignuðust þau svo sinn unaðsreit að Árnesi II í Mosfellsdal þar sem
þau tengdust gróðrinum, komu upp litlum skrúðgarði blóma, settu niður kartöflur
og áttu sitt sumarhús í húsvagninum sínum.
Sigríður var stálminnug, trúrækin, staðföst og sannur vinur vina sinna. Hún var
húsmóðir heimilis síns og gætti þess með hlýju sinni og snyrtimennsku. Hún var
ákveðin og sagði meiningu sína, sérstaklega ef henni fannst hallað réttu máli eða
vegið var að því sem henni var kært og gaf hún þá ekkert eftir. Hún mætti hin
síðari ár veikindum sem ágerðust og voru erfið og lagðist aftur og aftur inn á
sjúkrahús. Veikindi hennar reyndu mjög á Arnór, þannig að hjálp þeirra beggja
varð frænka Sigríðar, Ragnheiður Valdimarsdóttir, sem kom eins og kölluð að,
með styrk sinn og kærleika.
I maí fyrir tæpu ári síðan fluttu Arnór og Sigríður saman á Grund, þar sem þau
nutu aðhlynningar í veikindum og sóttu styrk í nýjum viðfangsefnum. Sigríður tók
fram prjónana sína á ný og þræddi perlufestar og hélt sér til eins og hún hafði
alltaf gert.
Hún andaðist að Grund 24. mars 2007. Útför hennar fór fram frá Stóra-Dals-
kirkju 1. apríl 2007.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
238