Goðasteinn - 01.09.2007, Page 241
Goðasteinn 2007
Sigrún Bjarnadóttir, Heiðvangi 10, Hellu
Sigrún Bjarnadóttir var fædd á Arbakka sem áður hét
Snjallsteinshöfðahjáleiga í Landsveit hinn 15. júní 1944.
Foreldrar hennar voru hjónin Elínborg Sigurðardóttir frá
Skammbeinsstöðuin í Holtum og Bjarni Jóhannsson sem
alinn var upp í Lunansholti á Landi. Var Sigrún næst-
yngst fimm barna þeirra. Elst er Guðríður, þá Jóhanna
Helga sem dó tveggja ára gömul árið 1941, Jóhann og
yngstur er Pálmi. Þau systkini Sigrúnar sem upp komust
eru öll fjölskyldufólk og eiga afkomendur. Þau heiðurs-
hjón, Elínborg og Bjarni, bjuggu á Árbakka í nær hálfa
öld en áttu heima á Hellu frá 1986 og nutu þar nálægðar
við börn sín og barnabörn. Þau lifðu bæði fram á tíræðisaldur. Bjarni lést í febrúar
2002 og Elínborg í desember 2003.
Sigrún átti margar kærar minningar frá æskudögum sínum á Árbakka. Leikir
barnanna tóku að sínu leyti mið af störfum fullorðna fólksins og mótaði vinnu-
semi, dugnað og útsjónarsemi ungrar stúlku sem snemma sýndi af sér ríka list-
hneigð, áhuga, vilja og getu til margvíslegra starfa og nýtrar iðju. Móðir hennar
var myndarleg húsfreyja og velvirk hannyrðakona og tók Sigrún í arf lagni hennar
og lærði handtök og handbragð. Faðir hennar var ekki síður laghentur maður og
útsjónarsamur, vandvirkur og vinnusamur bóndi og var börnum sínum góð fyrir-
mynd. Sigrún ólst upp við festu og ábyrgð, hæversku og heiðarleika og lærði
snemma að greina sundur kjarna og hismi hvers hlutar. Tónlistin varð henni
snemma að áhugamáli og ástríðu. Stofuorgel var til á Árbakka sem Sigrún fór ung
að fást við og leika á og þegar Jóhann bróðir hennar keypti sér harmoniku héldu
Sigrúnu tæpast nokkur bönd, svo áhugasöm varð hún um þetta nýja hljóðfæri og
töfra þess sem seiddu hug hennar síðan ævilangt. Stuttu síðar kom gítar á heimilið
og náði hún með sjálfsnámi talsverðri leikni á hann eins og hin hljóðfærin. Urðu
þau Jóhann bróðir hennar mjög samtaka í þessu áhugamáli og voru fyrr en varði
farin að spila á skemmtunum og ýmsum öðrum mannamótum.
Sigrún sótti farskóla að Skammbeinsstöðum sem barn en fór síðar til náms í
Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1961. Hún vann
síðan við bú foreldra sinna á Árbakka fram undir miðjan þrítugsaldur eða til ársins
1969 er hún flutti að Hellu ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum og æskuvini, Vali
Haraldssyni frá Efri-Rauðalæk í Holtum, syni hjónanna Olafíu Hrefnu Sigurþórs-
dóttur og Haraldar Halldórssonar. Þau Sigrún og Valur gengu í hjónaband í Fells-
múla á Landi hinn 1. júní 1968 og áttu nær alla sína hjúskapartíð heima á Hellu.
239