Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 243
Goðasteinn 2007
margvíslegum hugðarefnum öðrum sem ófá tengdust ferðalögum, útivist og fjalla-
mennsku sem þau stunduðu af kappi, gengu á Heklu margoft og lögðu Hvanna-
dalshnjúk að fótum sér. Má einnig í því sambandi nefna þátt þeirra í starfi Flug-
björgunarsveitarinnar á Hellu þar sem Valur var lykilmaður í áratugi en þar naut
Sigrúnar og krafta hennar ekki síður, þegar kom að fjarskiptum neðan úr byggð
við sveit í útkalli uppi til fjalla. Þá lá hún ekki á liði sínu hvernig sem á stóð og
var tekið til þess hve drjúgan skerf hún lagði til starfs Flugbjörgunarsveitarinnar
leynt og ljóst.
Sigrún var ekki heilsuhraust kona um dagana þótt hún stundaði heilsusamlegt
líferni. Hún veiktist af berklum fyrir þrítugt og átti í þeim veikindum um nokkurt
skeið og fyrir fertugt veiktist hún af krabbameini sem tókst að vinna bug á, uns
það gerði vart við sig á ný 18 árum síðar og þá af meiri þunga en var haldið í
skefjum með viðeigandi lyfjameðferð. Síðustu mánuði hörðnuðu tök þess hratt.
Sigrún tók þeim erfiðu kostum af æðruleysi og stillingu, dyggilega studd af
eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum. Hún lést á Landspítalanum við
Hringbraut í Reykjavík hinn 22. október 2006, 62 ára að aldri. Utför hennar var
gerð frá Arbæjarkirkju í Holtum 28. október.
Sr. Sigurður Jónsson
Sveinbjörn Kristinn Steindórsson á Heiði
Sveinbjörn fæddist 9. mars í Ási í Hrunamannahreppi.
Foreldrar hans voru Guðrún Stefánsdóttir og Steindór
Eiríksson. Guðrún fæddist 1885 og varð næstum hundrað
ára, lifði til 1982. Steindór fæddist 1884 og dó 1967. Af
börnum þeirra eru nú þrjú á lífi, Kristín, Eiríkur og
Sigurður. Systkinin eru: Stefán sem lést 2001, Guð-
mundur sem lést 1992, Kristín, Elín sem dó 1984, Svein-
björg sem dó 1922 aðeins fimm ára, Guðrún sem dó
1984, Eyrún sem dó 2006, Sveinnbjörn, Ágúst sem dó
nokkrum dögum á undan Sveinbirni, og yngstir eru Ei-
rrkur og Sigurður.
Sveinbjörn ólst upp við skemmtilegt heimilislíf í Ási. Mamma þeirra var ann-
áluð öðlingskona og gjafmild og gestrisin og stakk góðgæti að öllum krökkunum
og unglingunum sem áttu leið um hlaðið, flatkökum og hveitikökum. Systkinin
létu að sér kveða og strákarnir voru góðir sláttumenn og tóku þátt í vegavinnu
þegar enn var ekið með mölina á hestvögnum og mokað með skóflum. Fjórir
241