Goðasteinn - 01.09.2007, Side 246
Goðasteinn 2007
Ragnar missti heilsu upp úr 1980 og tókst hún á við veikindi hans með honum
með sérstakri hjúkrun, þar sem hún hlúði að og styrkti. Hann andaðist 1986.
Guðmundur bjó síðan með móður sinni þar til hann tók við búskapnum 1997. Þá
fyrst fór hún að minnka við sig bústörfin, fyrst eftir fótaaðgerð og síðan tókst hún
á við minnkandi nærminni sem fáir urðu varir við, því það bar hún sjálf.
Hún fluttist að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli sumarið 2002, þar sem hún naut þess
að búa herbergi sitt eins og heimili og þáði góða hjúkrun og leiðsögn starfsfólks.
Valgerður andaðist að Kirkjuhvoli 7. janúar. Útför hennar fór fram frá Ásólfs-
skálakirkju 28. janúar 2006.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
Þóranna Finnbogadóttir frá Steinum,
Kristnibraut 77, Reykjavík
Þóranna Finnbogadóttir fæddist í Presthúsum í Mýrdal
hinn 18. júní 1927. Hún lést á líknardeild Landakots-
spítala í Reykjavík 14. janúar 2006, 78 ára að aldri. For-
eldrar hennar voru hjónin Kristín Einarsdóttir húsfreyja
og Finnbogi Einarsson bóndi sem bæði voru upprunnin í
Mýrdal, Kristín frá Reyni og Finnbogi frá Þórisholti. Þau
hjón bjuggu í Presthúsum röska þrjá áratugi, frá 1921 til
1954. Þau eru nú bæði látin. Varð tæpt ár í milli þeirra,
því Finnbogi dó í apríl 1985 og Kristín í marsmánuði ári síðar.
Þóranna var sjötta í röð 9 barna þeirra. Elst var Sigríður sem er látin en hin sem
öll lifa systur sínar eru Guðrún, Vilborg, Matthildur, Magnús, Þorgerður, Hrefna
og Einar Reynir.
Æskuheimili Þórönnu bar í engu frá því sem tíðkaðist í íslenskum sveitum á
þeim dögum. Með nægjusemi og ráðdeild mátti framfleyta barnmörgu heimili og
með aldri munaði um getu og framtak hvers barns um sig sem öll vöndust við
annir búsins úti sem inni, lærðu verklag og vinnusemi er rann saman við leiki og
iðju æskunnar. Skóli var á Reyni í þá daga en tækifærin til frekara náms bundin
tíðaranda og rrkjandi venju hans.
Þóranna fór ung til Reykjavíkur til starfa og vann síðar í mötuneyti starfsmanna
við byggingu Héraðsskólans í Skógum. Þar lágu saman leiðir hennar og Geirs
Tryggvasonar frá Steinum undir Eyjafjöllum. Geir var sonur Jóhannesar Tryggva
Björnssonar og Guðlaugar Jónasdóttur en var alinn upp í Steinum af hjónunum
Eyjólfi Halldórssyni bónda og srnið og Torfhildi Guðnadóttur húsfreyju. Þóranna
244