Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 248
Goðasteinn 2007
dóttir hennar að Kristnibraut 77. Heilsa hennar var þá farin að bila og um haustið
greindist hún með lungnakrabba sem varð banmein hennar.
Þóranna var jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju hinn 21. janúar 2006.
Sr. Sigurður Jónsson
Þórður Matthías Sigurjónsson, Fosshólum
Þórður Matthías Sigurjónsson, ævinlega kallaður Matti,
var fæddur 27. október 1941, sonur hjónanna Arndísar
Eiríksdóttur sem ættuð var úr Arnes- og Rangárvalla-
sýslum og Sigurjóns Jónssonar frá Lýtingsstöðum. Hann
var næstyngstur í röð sjö systkina en þau eru María,
Sigurleif, Eiríkur, Tryggvi, Sigríður, þá Þórður Matthías
og Sigrún Erna.
Foreldrar hans byggðu nýbýlið Fosshóla út úr Lýt-
ingsstöðum árið 1935 og þar óx Matti úr grasi í vari for-
eldra sinna, í hópi systkinanna, og hlaut þá barnafræðslu
sem tíðkaðist á þeim árum.
Móðir hans, Arndís, var hin virta ljósmóðir sveitarinnar og var starfs síns vegna
oft frá heimilinu. En bóndinn og börnin stóðu samhent að baki henni og lögðu sitt
af mörkum til að hún gæti skilað starfi sínu utan heimilisins. Faðir hans andaðist
þegar Matthías var 19 ára og stóðu þá þau systkinin, hann og systur hans sem enn
voru heima, að búinu með móður þeirra.
Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilborgu Gísladóttur þann 29. okt.
1966 og sama ár tóku þau við búi í Fosshólum og þar hefur lífsstarfinu verið
skilað og þar ólust börnin þeirra þrjú upp, þau Jón, Guðmunda Anna og Sigríður
Arndís. Heimili þeirra hjóna var beggja helgistaður og þau hjón voru samstíga í
gestrisni og hjartahlýju og allt bar húsráðendum hið fegursta vitni.
Samhliða mjólkurframleiðslu og fjárbúskap stundaði Matti töluverða naut-
griparækt og síðustu árin umtalsverða heysölu sem og að keyra skólabíl. Hugur
hans hneigðist snemma að vélum og tækjum og var hann alveg einstaklega laginn
vélamaður, - lagði ævinlega kapp á að eiga góðar vélar og tileiknaði sér allar
nýjungar í vélakosti og verklagi sem til heilla horfðu, þó ævinlega að yfirlögðu
ráði og án þess að missa sjónar á hlutverki bóndans og gildi ýmissa góðra og
gróinna hefða. Hann var góður bóndi og mikill dýravinur og lagði áherslu á að
öllum skepnum liði vel, hvort sem það voru þriflegir stórgripir í fjósi eða nýfæddir
kettlingar í bæli.
246