Víðförli - 01.05.1951, Síða 9

Víðförli - 01.05.1951, Síða 9
SKÍRN — UNGBAKNASKÍKN 7 honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Hver, sem hefur þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn. Hér er í rauninni allt sagt, sem í skírninni felst, bæði gjöf henn- ar og kvöð. Hún felur í sér. að sagt er skilið við hið „gamla“, þ. e. við allt það, sem Guðs vilja er gagnstætt, einmitt vegna þess að hún veitir guðsbarnaréttinn. hún er útvalning og þar með köllun, riddaravígsla til harátlu ljóssins. Utvalningin er skýlaus, en það er á mannsins valdi að gera hana vissa (2. Pét. 1,10). Hann á að berjast trúarinnar góðu baráttu og höndla eilífa lífiS, sem hann var kallaSur til: (1. Tím. 6,12) Krafan, kvöðin er uppfyllt í sama mæli sem gjöfin er þegin vitandi vits og einlægum huga. Að eiga skírnargjöf sína og missa hana ekki er að tileinka sér hana, átta sig æ að nýju á'því, hvað hún felur í sér og láta það fram við sig koma, sem þar var að manni rétt. Hér erum vér í næsta námunda við það meginmál, hvert sé sam- band trúar og skírnar að skilningi Nýja testamentisins. Það er mikil áherzla á það lögð af mörgum, að skírnin hljóti að verða að grundvallast á játningu skírrtþegans, byggjast á hans trú. Hún sé staðfesting ákvörðunar, sem maðurinn hefur tekið. Þetta er stutt og má styðja ýmsum ummælum Nýja testamentisins, þar sem skírn er tengd og bundin við iðrun og játningu. Menn voru ekki skírðir nema þeir tækju trú eða veittu orðinu viðtöku. Og þetta hlaut svo að vera og hlýtur jafnan svo að vera á trú- boðsakri. Það þurfti mikið persónulegt átak til þess að stíga skref- ið frá troðnum slóðum gyðingdóms eða heiðindóms yfir á „veg- inn,“ eins og kristindómurinn er nefndur í Postulasögunni. Þetta skref, sem oft hefur kostað vinamissi, fyrirlitningu og ofsókn, hlaut að byggjast á persónulegri viljaákvörðun. En það er sam- kvæm skoðun Nýja test., að veruleikinn á bak við slíkt átak sé sá, að „Faðirinn dregur.“ Guð verkar bæði að vilja og fram- kvæma. Og það er alveg gagnstætt Nýja testamentinu, að gildi skírnarinnar byggist á því, sem maðurinn ákveður eða játar. Hvort, sem í hlut á heiðingi, sem veitir orðinu viðtöku, eða hvítvoðungur, þá er allt undir því komið, sem Gufí játar. ekki maðurinn. Það

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.