Víðförli - 01.05.1951, Page 12

Víðförli - 01.05.1951, Page 12
10 VÍÐFÖRLI um það leyti sem kirkjan öðlast viðurkenningu og stuðning ríkis- ins. Og Konstantínus keisari er sjálfur dæmi um þennan ósið, því að hann lét ekki skírast fyrr en á banasæng. Ef skírn barna er hnignunarfyrirbæri. þá veldur því fráfalli kirkja 2. og 3. aldar, sú, sein annars stendur fyrir hugskotssjón- um vorum í meiri ljónta en önnur tímabil kirkjusögunnar. að postulatímanum einum undanskildum. Og það er ekki heldur úr vegi að minnast þess, hversu eindregið siðbótarmennirnir bótðust gegn endurskírendum síns tíma. Höfnun barnsskírnar er gagnstæð kenningu allra þeirra manna, sem hæst ber í sögu kirkjunnar og hafa að vitund hinnar almennu kirkju túlkað kristin, biblíuleg sjónarmið og meginrök af dýpstum skilningi. Karl Barth, sem nú hefur gengið fram fyrir skjöldu um það að véfengja réttmæti ung- barnaskírnar, er um það einstæður meðal allra málsmetandi guð- fræðinga hinna stóru kirkjufélaga fyrr og síðar. Þótt flestir myndu viðurkenna, að hin kirkjulega erfð og leiðsögn ágætustu og innblásnustu manna kirkjusögunnar sé íhug- unarverð í þessu sambandi, þá myndu sjálfsagt margir segja, og vitanlega með réttu, að úrslitaatkvæðið eigi þó Nýja testamentið sjálft. Og nú er þannig ástatt, að Nýja testamentið gefur engar öruggar og óvéfengjanlegar bendingar um þetta. Svo mikið er víst, að skírn barna er ekki boðin þar og að hvergi er frá því sagt berum orðum, að börn hafi verið skírð. En hvergi er þetta heldur bannað. Og hafi skírn barna verið viðsjárverð eða óleyfi- leg í augum frumkristinna safnaðarleiðtoga, þá er þeim vart annað ætlanda, en að þeir hefðu látið eftir sig ummæli þar að lútandi, sem tækju af skarið. Því að þeir höfðu fyrir augum 2 gyðinglegar athafnir, alkunnar og rótgrónar, sem eru trúarsögulega náskyldar barnaskírn og hafa hlotið að gera skírn barna að dagskrármáli þegar á fyrsta skeiði kirkjunnar. Þar er fyrst að nefna, að Gyðing- ar skírðu heiðingja, sem tóku þeirra trú og þá jafnt börn sem vaxna. Það er varla hugsanlegt, að postularnir hefðu ekki varað við eða bannað að skíra börn, hefði þeim þótt ástæða til, þar sem það var á allra vitorði, að Gyðingar höfðu þennan hátt á í sínu trúboði, og þótti ekki umtalsvert, heldur sjálfsagt, að börnin

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.