Víðförli - 01.05.1951, Side 13

Víðförli - 01.05.1951, Side 13
SKÍRN — UNGBARNASKÍRN 11 fylgdu foreldrunum og nytu sömu blessunar. I öðru lagi er það umskurnin, sáttmálatáknið, sem hvert sveinbarn hlaut sem inn- sigli þess, að það tilheyrði eignarlýðnum. Nú talar Páll (Kol. 2, 11—12) um skírnina sem umskurn Krists. Og skv. Post. 21.21 er hann ásakaður fyrir þá kenningu sína, að börn heiðing-kristinna manna skuli ekki umskorin. Það mega heita frátök, að Páll hefði talað svona óvarlega um skírnina sem umskurn Krists, án þess að vara jafnframt við því að skíra börn, ef hann hefði talið, að skírn barna ætti ekki rétt á sér. Og skv. 1. Kor. 7,14 segir hann, að börnin helgist af foreldrunum. Það kemur ekki beinlínis fram, hvort ályktun hans hefur verið sú, að þau hafi ekki þörf fyrir að skírast eða hvort þetta eru einmitt rök hans fyrir því, að börn kristinna foreldra skuli skírð, en allar líkur benda til hins síðara. Þá er þess getið, að menn hafi verið skírðir ásamt öllu fólki sínu (Post. 16,33, 1. Kor. 1,16), þ. e. heimilisfólkinu, konu, hjú- um -— og börnum, hafi börn verið þar, sem að vísu er ekki sagt, en fremur er það ólíkleg tilgáta, að svo hafi ekki verið. Ut frá skilningi fornaldar, sér í lagi Gyðinga, á sambandi for- eldra og barna, hefði það verið næsta fjarstætt að börnin væru eftir skilin, þegar foreldrarnir létu vígjast undir drottindóm Krists. Fjölskyldan var að fornum skilningi lífræn heild. Þögn Nýja testamentisins um þetta stafar vísast af því, að það hefur þótt svo sjálfsagt, að börn þeirra manna, sem gengu Kristi á hönd, og börn kristinna foreldra, öðluðust skírn, að það hefur ekki þótt orða vert. Þeir, sem neita því, að börn hafi verið skírð í frum- kristni, taka sönnunarskylduna á sínar herðar. Af þögninni gela þeir ekkert sannað. Og engir jákvæðir vitnisburðir eru þeim í vil. Hvað afstöðu Jesú sjálfs snertir, þá er þess að gæta, að hann hefur yfirleitt ekki gefið nein sundurliðuð fyrirmæli um kirkju- lega hætti. Hvorki í sambandi við skírn eða kvöldmáltíð setur hann fram nein ákvæði um það, hvers skuli krafizt af þiggjendum þessara gjafa. Þegar hann stofnsetti heilaga kvöldmáltíð, voru karlar einir viðstaddir. Það er ekki vitað, að hann hafi nokkru sinni tekið fram, að konur skyldu líka hafa aðgang að altarisborð- inu. Mér vitanlega hefur þó enginn dregið í efa, að kirkjan hafi

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.