Víðförli - 01.05.1951, Side 14
12
VlÐFÖRLI
farið að vilja hans um það að taka konur til altaris, þótt karlar
einir væru viðstaddir, þegar hann sagði: Gjörið |>etta í mína minn-
ingu.
A jarðlífsdögum Jesú var það hin persónulega köllun hans, sem
leiddi menn til samfélags við hann. Eftir að hann var héðan far-
inn tekur skírnin við því hlutverki. Hún er inngangur inn í sam-
félag hans. Nú er það kunnugt, að Jesús tók eins ótvírætt og verða
má af skarið um það, að börnin mættu koma til sín og tilheyra
sér: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki.
því að slíkra er guðsríkið (Mk. 10,4). Frá elztu tímum hefur
guðspjallið um Jesúm og börnin tilheyrt skírnarrituali kirkjunnar.
Menn hafa litið á orð hans og atferli á þeirri stundu sem skýlaust
svar við þeirri spurningu, hvort börnin hafi rétt til þess að til-
heyra samfélagi Krists, hvort þau megi vígjast undir merki hans.
„Andmælin gegn ungbarnaskírn eru eldri en hún sjálf og hrakin
af Drottni sjálfum" (P. Madsen).
Endurskírendur líta svo á, að skírnin sé að réttu lagi nokkurs-
konar staðfesting á inntökuprófi inn í samfélag Krists. En Jesús
gerði ekki kröfur til inntökuprófs: Komið til mín, fylg þú mér,
leyfið þeim að koma, það var hið fyrsta. Köllunin var náðarútvaln-
ing, hvort sem í hlut átti tollheimtumaður, bersyndugur eða barn.
grundvöllurinn frá mannsins hálfu aðeins sú fátækt andans, sem
ekkert hafði fram að leggja og gat þessvegna þegið allt. Ekki
hafið þér útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður, og ég hef sett
yður til þess að þér farið og berið ávöxt. (Jóh. 15,16). Menn verða
ekki meðlimir kirkjunnar, menn komast ekki í samfélag við Krist
vegna þess að þeir hafi borið ávöxt, heldur til þess «ð bera ávöxl.
Og það hefur oft og af mörgum verið á það bent, að meginrök-
semdin fyrir réttmæti barnaskírnar isé ekki sú, að hún eigi að haki
sér rótgróna hefð, sem sterkar líkur henda til að sé jafngömul
kristindóminum, heldur hitt, að hún sé í svo nánu samræmi við
grundvallarskilning kristinnar trúar á afskiptum Guðs af mönnun-
um og eðli hjálpræðisins.
Gleðiboðskapurinn er þetta, að Guö vitjar mannsins ar> fyrra
bragði. Yfirskrift barnaskírnarinnar gæti verið orðin í Jes. 4?>: