Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 28

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 28
26 VÍÐFÖRLI Tiigangur þessarar greinar er ekki að ræða gildi þess almennt. að kirkja hafi fastan játningagrundvöll. Hér munum vér aðeins ræða lúthersku játningaritin og gildi þeirra eins og nú er ástatt í heiminum. Hver eru játningarit lúthersku kirkjunnar? 011 lúthersk játn- ingarit eru, svo sem kunnugt er, saman komin í Einingarbókinni, Liber Concordiae (löggilt í Saxlandi 1580). Hún er til í fvrir- myndarútgáfu frá Deutscher Evangelischer Kirchenausschuss 1930 Vandenhoeck & Ruprecht). En nú er nokkur munur lútherskra kirkna. Sumar, t. d. sænska kirkjan, hafa viðurkennt alla Einingarbóþina, en danska (og ís- lenzka) kirkjan hefur aðeins (auk fornkirkjujátninganna þriggja) Agsborgarjátninguna og Fræði Lúthers hin minni. Það er annars athyglisvert. að danska kirkjan skyldi taka upp hin tvö lúthersku játningarit, þar eð hún hafði sama árið og Þjóðverjar lögðu fram Ágsborgarjátninguna. 1530, isamið og samþvkkt sína eigin játn- ingu, „hinar 43 Kaupmannahafnargreinar“. Það er órækt vitni um samfélagsandann meðal lútherskra manna, að Danir létu þessa játningu víkja fyrir Ágsborgarjátningu. Er kirkju nokkur nauðsyn að hafa játningu? Sé sagan spurð er svarið ótvírætt. Allt frá fyrstu tímum kirkj- unnar, þegar postullega trúarjátningin varð játning kirkunnar og hvers einstaklings við skírnina, hefur ekkert kirkjufélag komizt hjá því að hafa játningu. Þegar lútherska kirkjan í Póllandi var að setja sér lög árið 1923, lögfesti hún alla Einingarbókina sem játningargrundvöll sinn. Og þegar evangeliskir menn í Þýzkalandi höfðu tekið höndum saman og risið gegn Hitler og „þýzk-kristn- um,“ sáu þeir sig knúða til að setja saman eins konar játningu. Hvers vegna hafa kristnar kirkjur markað grundvöll sinn með þessum hætti? Heilög Ritning er þó fullgildur leiðarvísir í krist- inni trú. Sé rómverska kirkjan spurð, verðum vér þess áskynja, að kirkjan (páfinn) hefur vald til þess að setja fram fullgildar kennisetningar, sem sagðar eru framhaldandi útlistun á ummælum í Bihlíunni. Vér evangeliskir menn, sem álítum Biblíuna eina fullgilda vegvísinn í kristinni trú, teljum ekki vorar játningar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.