Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 29

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 29
GILDI LÚTHERSKU JÁTNINGARITANNA 27 eins og rómverskir sínar, vera viðbætur við Biblíuna, heldur telj- um vér þær — svo að notuð séu orð Einingarreglunnar — „leik- mannabiblíu, þar sem allt það er stuttlega endursagt, sem Heilög Ritning ræðir ýtarlega og kristinn maður verður nauðsynlega að vita sakir sáluhjálpar sinnar.“ Tilgangur játninganna er sem sé fyrst og fremst sá að gefa leikum mönnum og ófullveðja stutt yfirlit yfir evangelisk-lúthersk- an kristindómsskilning. En hinar lúthersku játningar vorar láta meira í té en þetta. Þær leiðbeina líka guðfræðingunum. Þær segja oss, hvað leiðtogar kirkjunnar álitu sannan kristindóm á viðsjár- verðustu tímum í sögu kristninnar. Hinar þrjár játningar fornkirkj- unnar (postullega-, Nikeu- og Aþanasiusar-játningarnarj kenna, í hverju Krists-fræðin er einkum fólgin. Lúthersku játningarnar fræða sérstaklega um hjálpræðisveginn. í kliði hinna mörgu vill- andi og óbiblíulegu radda, sem geta ruglað jafnvel lærða guð- fræðinga, eru skýr og markvís orð játninganna góður áttaviti. Hér við bætist annað, sem er stórmikilvægt: Leikmennirnir, sem ekki geta verið heima í fræðikerfum trúfræðinnar og siðfræðinnar, verða að hafa tryggingu fyrir því, að prestar þeirra kenni biblíu- legan lærdóm í samræmi við játningarnar. Prestinum kann að finnast sér bundin byrði með þessu. En hér ræður tillitið til safn- aðanna úrslitum. Þegar haft er í huga, hvílíka áherzlu Páll lagði á það, að flutt væri heilnæm kenning (t. d. Gal. l,6nn, Tit. l,9nn), verðum vér líka að krefjast þessa tillits. Geti prestur samvizku sinnar vegna ekki gengizt undir þetta, verður hann að hverfa að öðru starfi. Lútherskir guðfræðingar verða að kynna sér allar lútherskar játningar, líka þær, sem ekki eru löggildar í kirkju þeirra. Rit eins og Játningarvörnin, Fræðin meiri og Smalkaldar-greinarnar veita ómissandi upplýsingar um, hvað er lúthersk trú. Og jafnvel Ein- ingari'eglan (Formula Concordiae. samin 1577), sem oft hefur verið gagnrýnd. hefur mikið guðfræðilegt gildi. Sannur Lútherstrúarmaður setur trúarjátningarnar auðvitað aldr- ei á bekk með Ritningunni, en hann krefst þess, að myndugleiki þeirra styðjist við Heilaga Ritningu. Og þá komum vér að mikils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.