Víðförli - 01.05.1951, Page 34

Víðförli - 01.05.1951, Page 34
Hefur kristindómurinn gert gagn? Ég ræddi við vin minn ekki alls fyrir löngu. Og þar kom sam- tali okkar, eins og oft vill verða, að það barst að ástandi al- mennra málefna, bæði innan lands og utan, og framtíð veraldar. Hvorugum þótti með öllu gott til þeirra hluta að hugsa, en ekk- ert er mér minnisstætt af því, sem þar bar á góma. En aftur man ég ein ummæli þessa vinar míns, sem komu nokkuð aftan að umræðuefninu og þótt þau væru ekkert sérstaklega frumleg. Hann sagði: „Ósköp hefur annars kristindómurinn haft lítil áhrif í þá átt að siðbæta mannkynið.“ Það var mér engin nýjung að heyra þessi orð. Skelfing hefur kirkjan gert lítið gagn, þegar á allt er litið! Það er búið að boða kristindóm í 2000 ár og' samt er allt eins og það er og einmitt þær þjóðir, sem kallast kristnar, hafa stofnað til mestra vandræða í veröldinni og ógna nú heiminum með skelfingum þeirra óskapa, sem varla verða með orðum tjáð. Er ekki komin full og ótvíræð raun á það, að kristindómurinn er gagnslaus til þess að siðbæta mannkynið? Sannar ekki saga og samtíð, að kristindómurinn er gjaldþrota? Þetta og þvíumlíkt heyrist oft í ýmsum tóntegundum og blæ- brigðum eftir því, hvaða hugur er á bak við. Stundum er í þessu hlakkhreimur, þegar þeir hafa orðið, sem ekki eru kristindóm- inum vinveittir, en oft eru svipuð ummæli blandin sársauka þess hugboðs eða vitundar, að kristin trú búi yfir verðmætum, þrátt fyrir allt, sem betur væri að menn tileinkuðu sér almennar og nánar en raun er á. Nú kemur það reyndar í Ijós, þegar farið er að hugsa út í

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.