Víðförli - 01.05.1951, Page 36

Víðförli - 01.05.1951, Page 36
34 VÍÐFÖRLI Svo er annars að gæta: Á sínu langa skeiði, sem liðið er, síðan þjóðir Norðurálfu gengu kristinni trú á hönd í orði kveðnu, hef- ur kirkjan sífellt mætt nýjum kynslóðum og einstaklingum, og það er auðsærra en á þurfi að benda, að það býr ekki alltént til langframa að því, sem ein kynslóð aðhyllist eða tileinkar sér. Þegar um lífsskoðanir og hugarfarsmótun er að ræða, er ekki einfaldlega hægt að byggja ofan á þann grunn, sem íyrir er í hugsunarhætti fyrirfarandi kynslóðar. Þvert á móti höfum vér mennirnir ríka hneigð til þess að gagnrýna þá, sem á undan fóru braut kynslóðanna og taka upp annað göngulag og svipast um eftir nýjum leiðum. Og svo heilbrigt sem þetta er í sjálfu sér og nauðsynlegt skilyrði allra framfara, þá felst jafngreinilega í þessu sú hætta, að verðmætum kunni að verða kastað á glæ. jafnvel slíkum verðmætum, sem trauðlega verða bætt. Jafnvel hin æðsta vizka og mesta lán, sem kynslóðum og þjóðum hefur fallið í skaut, eða þeim hefur áunnizt með langvarandi, þrautseigri uppbyggingu og aðild hinna beztu manna, getur skolast fyrir borð í geysanda stórra strauma, sem mikil veður og asasöm í hugar- heimum mannanna vekja og æsa. Það væri vissulega vert, að menn hugleiddu þá spurningu grandgæfilega nú á tímum, hvort hrakföll og tvísýna þeirrar ald- ar, sem yfir stendur, stafi af því, að ríkjandi trúarbrögð og lífs- skoðun Vesturlanda hafi reynzt haldlítil eða brugðizt. Og víst væri það alvarlegt ihugunarefni fyrir kristna menn, ef rök bentu til þess, að það væri eðlislægt, innra samband milli þess, sem miður fer og uggvænt er um þróun hinnar „kristnu“ Evrópu og þeirrar trúar, sem hún hefur játað um langt skeið. En nú er það næsta ljóst, að svo er ekki, öll rök benda til hins gagnstæða, málin horfa alveg öfugt við. Það felst nærfærin, táknræn túlkun þeirrar staðreyndar í mál- verki, sem til er af þingi stórveldanna í Versölum eftir fyrri heimsstýrjöld. Þar sitja þeir á rökstólum fuHtrúar þjóðanna með örlög mannkynsins á milli sín, niðursokknir í djúpar hug-

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.