Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 43

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 43
HEFUK KRISTINDÓMURINN GERT GAGN? 41 Vér íslendingar höfum verið innan endimarka hins kristna menningarsamfélags, þótt vér værum á jaðri heimsbyggðarinnar. Það mættum vér betur kunna að þakka en vér gerum. Þrátt fyrir þann ljóma, sem kristnir höfundar Islendingasagna hafa varpað yfir ýmsa heiðna forfeður sína og vora, þá dylst það ekki, að nokkuð gott hefur náð að festa rætur í íslenzkri þjóðarsál síðan á dögum Svaða á Svaðastöðum og síðan er þeir Skagfirðingar dæmdu á samkomu, sakir sultar og hallæris, að gefa skyldi upp fátæka menn gamla og veita enga hjálp, og ekki heldur þeim, er lama voru eða að nokkru vanheilir og eigi skyldi herbergja þá. Og talsverð breyting er orðin á hugsunarhætti síðan á dögum 01- vis víkings, sem samtíð hans hæddist að með því að nefna hann „barnakarl“ — ekki af því, að hann ætti svo mörg börn, heldur vegna þess, að honum var svo undarlega farið, að „hann lét eigi henda börn á spjótseddum, sem þá var víkingum títt.“ Það er hætt við, að mannúðin reynist eiga skammgóðar rætur og skjóllitla tilveru, þegar búið er að ryðja brott þeim gróðrar- sverði og græðlingum, sem kristin kirkja hefur flutt vestrænum þjóðum og hlúð að eftir því, sem henni hefur gefizt friður til. Saga þessarar aldar er þegar búin að sýna allrækilega, hvað í vændum er í kjölfar sigursællar heiðni. Lengi hefur það verið tízka að gera lítið úr gildi hinna guðræki- legu hátta fyrri tíma hér á landi, þeir hafi fremur verið ytra snið en áhrifavaldur til mannbóta og siðbóta. Ég hef hér fyrir framan mig grein, sem ég rakst á af tilviljun. Hún er eftir glöggan og gegnan mann, Guðmund Hjaltason, skrif- uð fyrir nál. 40 árum, og fjallar um íslenzka, kristna heimilis- menningu. Höf. lýsir þar heimilisguðrækni æskuára sinna. Hafði hún nokkur bælandi áhrif? Guðmundur Hjaltason segir: „Ég er viss um, að heimili þetta (þ. e. æskuheimili höf.) hefði verið lakara, ef guðræknina hefði vantað þar. Mannelskuverkin hefðu þá orðið færri og ósamlyndið harðara og varanlegra. Og ég sjálfur hefði orðið margfalt verri maður en ég þó varð. Guðræknin bæði blíðkaði og stillti skaps-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.