Víðförli - 01.05.1951, Page 44

Víðförli - 01.05.1951, Page 44
42 VÍÐFÖRLI muni mína og sjálfsagt margra annarra þar um slóðir.“ „Þegar öll guðrækni er frá, þá er siðgæðinu hætt, hvað sem hver segir.“ Hefur kristindómurinn gert gagn? Kemur hann að notum? Spurningin er raunar frá kristnu sjónarmiði fráleit, ef svarið við henni á að skera úr um réttmæti og tilverurétt kristinnar trú- ar. Guðs vegur, sannleikur og líf, sem mannkyninu er gefið af náð í Jesú Kristi, ætti að réttlæta sig fyrir dómstóli mannanna? Kristin trú er samfélag við lifanda Guð. Það er hennar líf og takmark — takmark í sjálfu sér, án tillits til hvers konar „hag- nýtra“ sjónarmiða. En hitt er líka satt, að „guðhræðslan er til allra liluta nytsam- leg og hefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda.“ (1. Tím. 4,8). Guð vill bjarga mönnunum og blessa þá, bæði þessa heims og annars. Hann vill ekki, að jörðin sé útibú eða nýlenda helvítis. Þess vegna er kristin trú vegur lífs og heilla fyrir einstaklinga og mannfélög. Allir aðrir vegir enda í vegleysum og skelfingu. Hin fornu orð standa í ævarandi gildi, tímanlegu og eilífu: „Ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvun- ina. Veldu þá lífið . . . með því að elska Drottin, Guð þinn, hlýða raustu hans og halda þér fast við hann. Því að undir því er líf þitt komið.“ (5. Mós. 30,19—20). 5. E.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.