Víðförli - 01.05.1951, Side 45
INGÓLFUR ÁSTMARSSON:
Til alþingismanna
Vegna framkomins frumvarps til laga um breytingu á 1. gr.
laga um skipun prestakalla, vildi ég mega vekja athygli háttvirtra
alþmgismanna á eftirfarandi atriðum í sambandi við lið XV, 76.
Strandaprófastsdæmi er nú skipt í 4 prestaköll. Nyrzt er Arnes,
þá tekur við Staðarprestakall í Steingrímsfirði og er fjölmenn-
ast og stærsta verksviðið, nær það frá Kaldbaksvík suður að Hrófá
í Steingrímsfirði, þar hefst Tröllatunguprestakall og tekur yfir
Tunguisveit í Steingrímsfirði, Kollafjörð og Bitrufjörð. Syðst í pró-
fastsdæminu er Prestbakkaprestakall og tekur yfir Hrútafjörð,
tvær sóknir.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir, að Tröllatunguprestakall falli
niður og leggist undir Stað. Þá er Staðarprestakall orðið svo
stórt, að það tekur yfir: Kaldbaksvík, Bjarnarfjörð, aBan Stein-
grímsfjörð, Kollafjörð, Bitrufjörð. Lítið aðeins á landakortið og
athugið strandlengjuna, það gefttr þegar nokkrar upplýsingar. Og
þó segir kortið lítið. Þeir menn, sem ferðast hafa yfir þetta land-
flæmi um hávetur, vita bezt hve mikil fjarstæða þe-si samstevpa
er. Enginn, sem til staðhátta þekkir og metur einhvers starfsemi
kirkjunnar, gelur látið sér til hugar koma, að einum presti sé
unnt að veita fullnægjandi þjónustu á öllu þessu svæði, sérstak-
lega þegar haft er í huga, að þarna er þéttbyggðasti hluti sýslunn-
ar. í Staðarprestakalli eru tvö þorp. Drangsnes með íbúatölu á
þriðja hundrað og Hólmavík með íbúatölu nálægt fjórum hundr-
uðum. Drangsnes og Selströnd hafa þegar myndað sérstaka sókn,
og Hólmavík mun vera að undirbúa hið sama. Yrði þetta nýja
samsteypuprestakall því sex kirkjusóknir, ■— en prestakallið fyrir