Víðförli - 01.05.1951, Síða 52

Víðförli - 01.05.1951, Síða 52
50 VÍÐFÖRLI sónulega „siðgæðiis“ er boðað í annarri hverri kvikmynd og er sú siðgæðisboðun sannarlega ekki ávaxtalaus. Hefði sr. Beniamín mátt gefa sér eitthvert tóm til þess að íhuga þá ávexti til jafns við það, sem hann hefur á sig lagt við að kynna hrottaskap lið- inna alda. Fæstum öðrum en sr. Benjamín sjálfum blandast hugur um, hvaða skoðanir hann hefur á „þessum hlutum“, eftir lestur þessara greina, ekki sízt þeirrar síðustu, hvort sem hann vill bera ábyrgð á því, sem hann skrifar eða ekki. Og ekki fer ólaglega á því að styðja jafngöfugan málstað með því að vitna til Stóradóms. Slíks er 'helzt að minnast í þessu sambandi úr sögu kirkjunnar, éftir að hún fór loksins að „skipta sér af giftingum!“ En þó munar enn- þá meira um Jóh. 8, söguna um hórselku konuna. Vissulega er ástæða til að „hugsa örlítið“ um þá sögu og aðrar skyldar. Ef sr. Benjamín hefði farið eftir því heilræði, hefði hann e. t. v. tekið eftir því, að Jesús sagði ekki við það tækifæri, fremur en endranær, eins og hann kennir: Allt í lagi með hórdóminn, kona góð. Ekki heldur: Það er ekkert sérstaklega kristilegt við hjóna- bandið. Jesús sagði: Far þú og syndga ekki upp frá þessu. Konan hafði syndgað, segir Jesús, eða hvað? Ef til vill leggur sr. Benjamín út af þessari sögu á þá leið, að Jesús hafi mælt kon- una undan refsingu með hinni algengu en haldlitlu afsökun: Þú ert ekki verri en hinir. Ég held, að hann hafi ekki viljað klastra slíkum skottuplástri á sjúka sál. Og ég héld, að hún hafi lifað annað um leið og Jesús vék ákærendum hennar og sínum úr dóm- arasessi með því að beina ljósi heilags kærleika síns inn í hug- skot þeirra. Þeir flýðu það ljós. Það gera fleiri. Og vita jafn- lítið og þeir, hvað það er að þiggja fyrirgefningu Mannssonarins. Hún lifði þann dóm, sem er grundvöllur og fótfesta nýs lífs. Það er annars mikil snilld að geta komið því saman að vitna fjálgum svip í þessa sögu og úthrópa jafnframt á hverja grein volæði, hégiljur eða mont þeirra, sem vita sig eiga Frelsara sín- um samskonar þakkir að gjalda og þessi kona og aðrir syndarar, sem nálguðust Jesúm. Ég býð ekki í þær viðtökur, sem konan í Jóh. 8 hefði fengið hjá sr. Benjamín, ef fundum þeirra hefði bor-

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.