Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 53

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 53
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ 51 ið saman eftir viðburðinn, sem sagan skýrir frá og hún hefði ekki getað orða bundizt um þessa óviðjafnanlegu reynslu sína. Ætli hann hefði ekki þurft að leiða henni fyrir sjónir, að það væri lítið að marka þessa „frelsun“ hennar? Frelsun mannsins væri „aðallega fólgin í andlegum þroska, mannviti, þekkingu og kær- leika,“ alls ekki í „bókstafstrú“ á fvrirgefningu Krists. Ég hygg, að það sakaði ekki sr. Benjamín að taka þá bróður- legu ráðleggingu til greina að „hugsa örlítið“ um þetta. Það er fremur útlátalítið nú á dögum að gera sig merkilegan yfir þeim, sem grýttu hórkonur fyrir mörgum öldum. Hver veit nema það lýsti fullt eins miklum andlegum þroska að láta vera að kasta steinum að „góðum konum“ í samtíð sinni, hvort sem þær eru fyrir austan eða vestan, fyrir það eitt, að þær viðurkenna sig eiga Frelsara sínum miklar þakkir að gjalda. Og verið getur, að það lýsti eins miklum kærleika að neita sér um að varpa hneykslunum fyrir smælingja, sem á Jesúm trúa. Til eru minni- stæð orð um þá, sem slíkt láta henda sig. Hvað konan í Jóh. 8. hefði haft upp úr því, að sr. Benjamín hefði staðið í sporum Krists á hinni alvarlegu stundu skal ósagt látið. En væri ekki eins varlegt fyrir hann að 'hugsa sér sjálfan sig fremur í sporum hennar og ákærenda hennar, í spor- um syndaranna, sem allir hafa sitt og enginn sleppur við kastljós hans: Sá yðar, sem syndlaus er. Og ef við, klerkarnir, eigum að mæla okkur mót við Drekkingarhyl eða á einhverjum öðrum af- tökustað, þá sting ég upp á, að við stöndum þar hlið við hlið, þeim megin, sem syndararnir eru, bæði þeir, sem þá töldust „almenni- legir menn“ og hinir, sem dómana hrepptu og hefjum okkur hvor- ugur upp í dómarasæti alkærleikans. Ég hygg það báðum örugg- ast. Og ef þar á að ræða eitthvað nánar um „dómarasvip“ á mönn- um, þá býst ég við, að nokkuð komi til álita svipurinn á þeim, sem mjög er gjarnt til að benda á ljótar aftökur og aðrar ódáðir sem spegilmyndir af hugarfari meðbræðra sinna. Drekkingarhylur er hryllileg minning um þann misskilning, að harkan sé vænlegust til siðbóta. En ,,samúðin“ með öllum villu- götum lætur líka eftir sig sínar minningar og ekki að vita, hvorar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.