Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 64

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 64
62 VÍÐFÖRLl vallaratriði í allri hugsun Platons. Meðvitund okkar um hið góða, fagra og fullkomna er dauf endurminning um það, sem við höfum verið en erum ekki lengur. Himinköllunin er köllun til upprunans. Hið illa, sem við okkur loðir, er fall. Við höfum val- ið það. „Sökin er þess, sem velur, Guð er án saka“ (aitia helo- menou, þeos anaitios) eegir hann í niðurlagi sögunnar um Er. Hvort þetta hugmyndaflug er „miklu skemmtilegra en synda- fallssaga Biblíunnar“ skiptir ekki máli í þessu sambandi. Mergur- inn málsins er sá, að höfundar beggja sagna horfast í augu við sömu staðreyndir og leitast við að gera grein fyrir þeim hvor á sinn hátt. Niðurstöður koma í einn stað að því leyti, að báðir eru jafngreinilega á öndverðum meiði við sr. Benjamín um það, „að Guði hafi bara þóknast að skapa okkur nákvæmlega eins og við erum.“ Aðgreining sköpunar og syndar er jafnótvíræð nauðsyn út frá meðvitund beggja um Guð og hið góða. Sr. Benjamín segir, að Platon kenni, að sálin geti ekki glatast. Ekki er það rétt. Hann segir, að sálin sé ódauðleg, geti ekki orð- ið að engu. En í sögunni um Er kennir hann, að menn verði að þola tífaldar píslir fyrir hvert afbrot, sem þeir hafa framið. Og í Gorgiasi segir hann, að þeir, sem illir hafi verið og eru spjall- aðir af vondum girndum séu annars heims sendir í kvalastað, þar sem þeir verði með smán og vanvirðu að sæta vítum fyrir illa breytni sína, unz þeir hafi hreinsast af illskunni. En séu þeir óbetranlegir eru þeir dæmdir til þess að verða öðrum til varnað- ar um eilífð. Annars er það eitt með öðru upplýsing um.sr. Benjamín, að hann skuli með engu móti geta haldið aðgreindum tveim svo afmörkuð- um svæðum sem gerð mannsins og afdrifum hans eftir dauðann. Óðar en varir er hann rokinn til helvítis upp úr þurru, þótt allt annað sé á dagskrá og engum öðrum hafi dottið það í hug, því síður nefnt það. Engum kemur til hugar að vera að eltast við hann ofan í alla afgrunna, sem hann finnur upp á að kollsteypa sér í. Sízt af öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.