Víðförli - 01.05.1951, Page 64

Víðförli - 01.05.1951, Page 64
62 VÍÐFÖRLl vallaratriði í allri hugsun Platons. Meðvitund okkar um hið góða, fagra og fullkomna er dauf endurminning um það, sem við höfum verið en erum ekki lengur. Himinköllunin er köllun til upprunans. Hið illa, sem við okkur loðir, er fall. Við höfum val- ið það. „Sökin er þess, sem velur, Guð er án saka“ (aitia helo- menou, þeos anaitios) eegir hann í niðurlagi sögunnar um Er. Hvort þetta hugmyndaflug er „miklu skemmtilegra en synda- fallssaga Biblíunnar“ skiptir ekki máli í þessu sambandi. Mergur- inn málsins er sá, að höfundar beggja sagna horfast í augu við sömu staðreyndir og leitast við að gera grein fyrir þeim hvor á sinn hátt. Niðurstöður koma í einn stað að því leyti, að báðir eru jafngreinilega á öndverðum meiði við sr. Benjamín um það, „að Guði hafi bara þóknast að skapa okkur nákvæmlega eins og við erum.“ Aðgreining sköpunar og syndar er jafnótvíræð nauðsyn út frá meðvitund beggja um Guð og hið góða. Sr. Benjamín segir, að Platon kenni, að sálin geti ekki glatast. Ekki er það rétt. Hann segir, að sálin sé ódauðleg, geti ekki orð- ið að engu. En í sögunni um Er kennir hann, að menn verði að þola tífaldar píslir fyrir hvert afbrot, sem þeir hafa framið. Og í Gorgiasi segir hann, að þeir, sem illir hafi verið og eru spjall- aðir af vondum girndum séu annars heims sendir í kvalastað, þar sem þeir verði með smán og vanvirðu að sæta vítum fyrir illa breytni sína, unz þeir hafi hreinsast af illskunni. En séu þeir óbetranlegir eru þeir dæmdir til þess að verða öðrum til varnað- ar um eilífð. Annars er það eitt með öðru upplýsing um.sr. Benjamín, að hann skuli með engu móti geta haldið aðgreindum tveim svo afmörkuð- um svæðum sem gerð mannsins og afdrifum hans eftir dauðann. Óðar en varir er hann rokinn til helvítis upp úr þurru, þótt allt annað sé á dagskrá og engum öðrum hafi dottið það í hug, því síður nefnt það. Engum kemur til hugar að vera að eltast við hann ofan í alla afgrunna, sem hann finnur upp á að kollsteypa sér í. Sízt af öllu

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.